Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Banaráð
Banaráð
Banaráð
Ebook319 pages4 hours

Banaráð

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Florentyna Kane hefur loksins tekist ætlunarverk sitt - hún er orðin fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna - eftir þrotlausa vinnu og persónulegar fórnir. Gleðin endist þó ekki lengi, því daginn sem hún er sett í starfið kemur í ljós djúpt samsæri um að ráða hana af dögum. Fljótlega eftir að FBI fréttir af morðhótuninni eru tveir alríkislögreglumenn látnir. Sá þriðji, Mark Andrews, er sá eini sem veit hvar og hvenær áætlað er að ráða Bandaríkjaforseta af dögum. En hann hefur aðeins viku til stefnu, hvernig ætlar hann að uppræta samsæri sem nær djúpt inn í bandaríska stjórnmálaheiminn? Klukkan tifar og Andrews veit að það er meira í húfi en bara líf forsetans.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 17, 2022
ISBN9788728200711
Author

Jeffrey Archer

Jeffrey Archer, whose novels include the Clifton Chronicles, the William Warwick novels and Kane and Abel, has topped bestseller lists around the world, with sales of over 300 million copies. He is the only author ever to have been a #1 bestseller in fiction, short stories and non-fiction (The Prison Diaries). A member of the House of Lords for over a quarter of a century, the author is married to Dame Mary Archer, and they have two sons, two granddaughters and two grandsons.

Related to Banaráð

Related ebooks

Related categories

Reviews for Banaráð

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Banaráð - Jeffrey Archer

    Banaráð

    Translated by Björn Jónsson

    Original title: Shall we tell the president?

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1977, 2022 Jeffrey Archer and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728200711

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Tileinkuð Adrian

    og Önnu

    Athugasemd höfundar við endurskoðaða útgáfu

    Þegar ég ritaði Banaráð valdi ég sögunni vettvang sex eða sjö ár fram í tímann. Sá tími heyrir nú fortíðinni til og spillir það trúverðugleika sögunnar nokkuð.

    Á þeim tíma sem liðinn er hef ég einnig ritað söguna The Prodigal Daughter, þar sem aðalpersónan, Flórentína Kane, verður forseti Bandaríkjanna, fyrst kvenna í sögunni. Því fannst mér rökrétt við endurskoðun bókarinnar Banaráð að leiða þar ímyndaðan forseta minn fram á sjónarsviðið í stað Edwards Kennedy, sem gegndi gildu hlutverki í upphaflegri gerð bókarinnar. Þetta tengir söguna jafnframt bókunum The Prodigal Daughter og Kane and Abel.

    Söguþræði bókarinnar Banaráð hefur ekki verið breytt í aðalatriðum, en umtalsverðar breytingar hafa þó átt sér stað, bæði stórar og smáar.

    Jeffrey Archer

    Þriðjudagur, 20. janúar

    kl. 12.26 e.h.

    „Ég, Flórentína Kane, heiti því…"

    „Ég, Flórentína Kane, heiti því…"

    „… að gegna starfi forseta Bandaríkjanna af trúmennsku…"

    „… að gegna starfi forseta Bandaríkjanna af trúmennsku…"

    „… og halda, verja og vernda stjórnarskrá Bandaríkjanna eins og geta mín framast leyfir. Svo hjálpi mér guð."

    „… og halda, verja og vernda stjórnarskrá Bandaríkjanna eins og geta mín framast leyfir. Svo hjálpi mér guð."

    Fertugasti og þriðji forsetinn brosti til maka síns, höndin hvíldi enn á Douay-biblíunni. Lokið var einni baráttu og önnur í vændum. Flórentína Kane var ekki óvön því að berjast. Fyrst hafði hún barist fyrir kosningu í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, síðan í Öldungadeildina og loks fjórum árum síðar er hún varð varaforseti Bandaríkjanna, fyrst allra kvenna í sögunni. Eftir harðskeytta forkosningabaráttu hafði hún loks sigrað Ralph Brooks öldungadeildarþingmann með miklum naumindum í fimmtu atkvæðagreiðslu á flokksþingi demókrata í júní. Í nóvember fór hún með sigur af hólmi í enn harðvítugri baráttu við frambjóðanda repúblikana, fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá New York. Flórentína Kane var kjörin forseti með 105 000 atkvæða mun, einu einasta prósenti; var það minnsti atkvæðamunur í sögu Bandaríkjanna, enn minni en 118 000 atkvæðin sem John F. Kennedy hafði fram yfir Nixon árið 1960.

    Fagnaðarlætin dvínuðu en forsetinn beið meðan fallbyssuskotin tuttugu og eitt riðu af. Flórentína Kane ræskti sig lítið eitt og sneri sér augliti til auglits við fimmtíu þúsund athugula borgara á Þinghústorginu og tvö hundruð miljónir til viðbótar einhvers staðar úti í fjarskanum handan sjónvarpstækjanna. Teppi og þykkir vetrarfrakkar voru óþörf að þessu sinni, þótt þau væru að jafnaði nauðsynleg við þessi tækifæri. Veðrið var óvenjulega milt svona seint í janúar og manngrúinn á grasflötunum austan við Þinghúsið stóð að vísu á votri jörð, en jólasnjórinn var allur á bak og burt.

    „Bradley varaforseti, forseti hæstaréttar, Carter forseti, Reagan forseti, virðulegu kennimenn, kæru samborgarar."

    Maki forsetans fylgdist með og brosti öðru hverju með sjálfum sér þegar hann kannaðist við orð og orðtæki sem hann hafði lagt til í ræðu konu sinnar.

    Dagur þeirra hófst klukkan hálfsjö um morguninn. Hvorugt þeirra hafði sofið tiltakanlega vært eftir hljómleikana góðu sem haldnir höfðu verið þeim til heiðurs kvöldið áður. Flórentína Kane hafði farið yfir forsetaávarp sitt einu sinni enn, strikað undir áhersluatriði með rauðu og gert smávægilegar breytingar.

    Flórentína var fljót að ákveða sig þegar hún reis úr rekkju þennan morgun og tók bláan kjól fram úr fataskápnum. Hún nældi á hann litlu brjóstnálina sem Richard, fyrri maður hennar, hafði gefið henni rétt áður en hann dó.

    Flórentínu varð jafnan hugsað til hans þegar hún bar þessa brjóstnál. Hann hafði ekki komist með flugvélinni daginn þann af því að viðgerðamenn höfðu farið í verkfall, en hann hafði tekið bíl á leigu til að tryggja það að hann yrði nærstaddur þegar Flórentína héldi hátíðaræðu sína í Harvard.

    Richard fékk aldrei að heyra þá ræðu, sem Newsweek taldi vera rásmark á braut til forsetaembættisins — af því að hann var látinn þegar hún kom til sjúkrahússins.

    Hún hrökk aftur inn í veröld líðandi stundar þar sem hún var valdamesti leiðtogi á jarðríki. En samt skorti hana mátt til að vekja Richard aftur til lífsins. Flórentína gaumgæfði sig í speglinum. Hún var örugg og ódeig. Hún hafði reyndar gegnt forsetaembættinu nærri tvö ár eftir óvænt fráfall Parkins forseta. Eflaust kæmi það sagnfræðingum á óvart ef það vitnaðist að hún hefði frétt lát forsetans meðan hún var að skotra golfkúlu síðasta spölinn í kappi við elsta vin sinn og verðandi eiginmann, Edward Winchester.

    Þau höfðu bæði gert hlé á leik sínum þegar þyrlurnar hnituðu hringa uppi yfir þeim. Þegar önnur þeirra var lent, hafði höfuðsmaður úr Landgönguliðinu snarast út og hlaupið yfir til hennar, heilsað að hermannasið og sagt: „Frú forseti, forsetinn er látinn." Nú hafði bandaríska þjóðin staðfest að hún var fús til að hafa konu áfram í Hvíta húsinu. Í fyrsta skipti í sögunni höfðu Bandaríkjamenn kjörið konu í æðsta embætti vegna eigin verðleika hennar. Hún leit út um svefnherbergisgluggann og virti fyrir sér Potomac-fljótið sem ljómaði í morgunsólinni, lygnt og breitt.

    Hún gekk fram úr svefnherberginu beint yfir í einkaborðstofuna þar sem Edward maður hennar var að spjalla við börn hennar, William og Annabel. Flórentína kyssti þau öll þrjú áður en þau settust að morgunverði.

    Þau hlógu að liðnum atburðum og töluðu um framtíðina, en þegar klukkan sló átta stóð forsetinn á fætur; forsetaskrifstofan beið hans. Starfsmannastjórinn, Janet Brown, sat frammi á ganginum og beið.

    „Góðan dag, frú forseti."

    „Góðan dag, Janet. Er allt í skorðum?" Hún brosti til hennar.

    „Ég held það, frú."

    „Gott er það. Viltu ekki stjórna deginum fyrir mig eins og venjulega? Hafðu engar áhyggjur af mér. Ég fylgi bara fyrirmælum þínum. Á hverju á ég að byrja?"

    „Það eru 842 skeyti og 2 412 bréf, en þau verða að bíða, nema þar sem þjóðhöfðingjar eiga í hlut. Ég hef svör tilbúin handa þeim klukkan tólf."

    „Þú dagsetur þau í dag, þeir kunna vel að meta það, og ég undirrita hvert og eitt þeirra jafnskjótt og þau eru tilbúin."

    „Já, frú. Ég er líka með dagskrána. Þér hefjið opinberan dag yðar með kaffi klukkan ellefu með Reagan og Carter fyrrverandi forsetum, en síðan verður yður ekið til embættistökunnar. Að embættistöku lokinni snæðið þér hádegisverð í Öldungadeildinni en horfið síðan á hátíðaskrúðgönguna þegar hún fer fram hjá Hvíta húsinu."

    Janet Brown rétti henni bunka af þriggja sinnum fimm þumlunga stórum spjaldskrárblöðum sem heft voru saman; þannig hafði hún farið að í fimmtán ár síðan hún gerðist starfsmaður er Flórentína var kjörin í Öldungadeildina í fyrsta sinn. Á blöðunum var starfsáætlun forsetans klukkustund eftir klukkustund; hún var reyndar öllu rýmri en venjulega að þessu sinni. Flórentína renndi augum yfir blöðin og þakkaði starfsmannastjóra sínum fyrir. Edward Winchester kom fram í dyrnar. Hann brosti til hennar eins og hann gerði jafnan þegar hún sneri sér að honum, með samblandi af ást og aðdáun. Hún hafði aldrei iðrast þeirrar skjótu ákvörðunar að giftast honum, sem hún tók eftir átjándu holuna þann einstæða dag þegar henni voru færðar fréttirnar af láti Parkins forseta; hún var ekki í neinum vafa um að Richard hefði verið þessu samþykkur.

    „Ég verð við skriftir fram til klukkan ellefu," sagði hún við hann. Hann kinkaði kolli og gekk fram til að búa sig undir daginn.

    Hópur velunnara var tekinn að safnast saman framan við Hvíta húsið.

    „Ég vildi hann færi að rigna, sagði H. Stuart Knight, yfirmaður Leyniþjónustunnar, við aðstoðarmann sinn; þetta var einn merkasti dagurinn í lífi hans ekki síður en sumra annarra. „Ég veit að það þarf ekki að óttast yfirgnæfandi meirihluta fólks, en mér líður aldrei vel við þessi tækifæri.

    Þarna voru um hundrað og fimmtíu manns saman komnir; af þeim voru fimmtíu á vegum Knights. Könnunarbifreiðin sem alltaf fer fimm mínútum á undan forsetanum var tekin að grannskoða leiðina til Hvíta hússins af mikilli nákvæmni. Menn úr Leyniþjónustunni fylgdust með smáþyrpingum fólks á leiðinni, sumir veifuðu fánum; þeir ætluðu að fylgjast með embættistöku forsetans og segja barnabörnunum frá því síðar að þeir hefðu verið sjónarvottar að embættistöku Flórentínu Kane er hún varð forseti Bandaríkjanna.

    Klukkan 10.59 opnaði yfirþjónn aðaldyr hússins og mannfjöldinn lét fögnuð sinn í ljósi.

    Forsetinn og maki hans veifuðu til hinna brosandi augna og skynjuðu af reynslu og fagmannlegu innsæi að fimmtíu manns horfðu ekki í áttina til þeirra.

    Tvær svartar glæsibifreiðir námu hljóðlaust staðar framan við norðurdyr Hvíta hússins klukkan 11 f.h. Heiðursvörður Landgönguliðsins stóð réttur og heilsaði fyrrverandi forsetunum tveimur og konum þeirra að hermannasið meðan Kane forseti tók á móti þeim í súlnagöngunum framan við innganginn; þessi virðingarvottur var yfirleitt sýndur þjóðhöfðingjum í heimsókn en öðrum ekki. Forsetinn gekk sjálfur með gestum sínum inn í bókasafnið, þar sem kaffi skyldi drukkið með Edward, William og Annabel.

    Hinn eldri af gömlu forsetunum þusaði nokkuð um það að hrumleiki hans, ef einhver væri, stafaði af því að hann hefði orðið að treysta á matargerð konu sinnar síðustu átta árin. „Hún hefur ekki óhreinkað steikarpönnu í háa herrans tíð, en henni fer samt fram með hverjum deginum sem líður. Reyndar gaf ég henni matreiðslubók New York Times til vonar og vara. Mér er nær að halda að það sé eina ritið frá þeim aðila sem ekki geymir einhverjar skammir um mig." Flórentína hló, hún var svolítið óstyrk. Hana langaði til að halda áfram með hina opinberu dagskrá, en hún fann að gömlu forsetarnir nutu þess að koma aftur í Hvíta húsið svo að hún lét sem hún hlustaði með athygli og brá upp grímu sem var henni nærtæk eftir nærri tuttugu ára afskipti af stjórnmálum.

    „Frú forseti… Flórentína varð að hugsa snöggt til að forða því að nokkur tæki eftir ósjálfráðum viðbrögðum hennar við þessum orðum. „Klukkan er eina mínútu yfir hádegi. Hún leit upp á blaðafulltrúa sinn, stóð á fætur og gekk á undan gömlu forsetunum og konum þeirra fram á þrep Hvíta hússins. Hljómsveit Landgönguliðsins hóf að leika „Hail to the Chief" í hinsta sinn. Klukkan eitt léki hún sama lag í fyrsta sinn.

    Gömlu forsetunum tveimur var fylgt yfir að fremstu bifreið í bílalestinni, svartri skotheldri glæsibifreið með hvelfdu gluggaþaki. Forseti Fulltrúadeildarinnar, Jim Wright, og formaður meirihluta Öldungadeildarinnar, Robert Byrd, voru þegar sestir í næstu bifreið; þeir voru fulltrúar Bandaríkjaþings. Aftan við glæsibifreiðirnar voru tvær bifreiðar fullskipaðar leyniþjónustumönnum. Flórentína og Edward settust í fimmtu bifreiðina í röðinni. Bradley varaforseti frá New Jersey og kona hans voru í næstu bifreið á eftir þeim.

    H. Stuart Knight kannaði stöðuna einu sinni enn. Fimmtíu manna flokkur hans var nú kominn upp í eitt hundrað. Þegar lengra kæmi fram á daginn yrðu þeir orðnir fimm hundruð, að meðtalinni heimalögreglu og sveit Alríkislögreglunnar. Og ekki mátti gleyma piltunum frá CIA, Leyniþjónustu Bandaríkjanna, hugsaði Knight mæðulega. Þeir höfðu ekki fyrir því að segja honum hvort þeir kæmu eða kæmu ekki, svo mikið var víst, og hann var ekki viss að þekkja þá úr í mannþröng, hvað þá aðrir. Hann hlustaði á fagnaðarlæti áhorfenda er náðu hámarki þegar forsetabifreiðin lagði af stað áleiðis til Þinghússins.

    Edward spjallaði ljúfmannlega, en Flórentína var annars hugar. Hún veifaði fjarræn í bragði til manngrúans meðfram Pennsylvania Avenue, en í huganum var hún að fara yfir ræðuna einu sinni enn. Þarna var Willard-hótelið nýuppgert, sjö skrifstofubyggingar í smíðum, fjölbýlishús í þrepastíl sem minntu á klettabústaði indíána, nýjar verslanir og veitingahús og breiðar gangstéttar með gróðri umhverfis. Þarna var líka J. Edgar Hoover stórhýsið þar sem Alríkislögreglan hafði aðsetur sitt; hún var kennd við forstjóra þeirrar stofnunar, þótt tilteknir öldungadeildarþingmenn hefðu gert ítrekaðar tilraunir til að breyta nafni hússins. Að hugsa sér hvað þessi gata hafði tekið miklum stakkaskiptum á fimmtán árum.

    Nú nálguðust þau Þinghúsið og Edward rauf hugleiðingar forsetans. „Guð veri með þér, elskan mín." Hún brosti og tók þétt um hönd hans. Bifreiðarnar sex námu staðar.

    Kane forseti gekk inn á jarðhæð þinghússins. Edward tafðist lítið eitt meðan hann þakkaði bílstjóranum fyrir. Þeir sem stigu út úr hinum bifreiðunum voru þegar umkringdir af leyniþjónustumönnum. Gestirnir veifuðu til mannfjöldans og gengu síðan hver og einn til sæta sinna á pallinum. Meðan það gerðist vísaði yfirvörður Kane forseta svo lítið bar á gegnum göngin inn á móttökusvæðið; landgönguliðar stóðu við leið þeirra með tíu skrefa millibili og heilsuðu að hermannasið. Bradley varaforseti tók á móti henni inni á móttökusvæðinu. Þau stöldruðu við og ræddu um einskisverða hluti, og hvorugt þeirra tók eftir svörum hins.

    Gömlu forsetarnir tveir komu brosandi fram úr göngunum. Flórentína tók eftir því að eldri forsetinn gerðist nú aldurhniginn að sjá; hár hans virtist hafa gránað í einni svipan. Þau Flórentína heilsuðust formlega með handabandi einu sinni enn; það bar þeim að gera sjö sinnum þennan dag. Yfirvörðurinn vísaði þeim veg gegnum lítið móttökuherbergi út á pallinn. Að þessu sinni hafði bráðabirgðapallur verið reistur á austurþrepum Þinghússins, eins og jafnan áður þegar forseti var settur inn í embætti. Mannfjöldinn reis úr sætum og fagnaði þeim í rúma mínútu, en forseti og fyrrverandi forsetar veifuðu. Loks settust allir þegjandi og biðu þess að athöfnin hæfist.

    „Góðir landar mínir, Bandaríkjamenn, þungur og geigvænlegur vandi blasir við Bandaríkjunum um víða veröld þegar ég tek við þessu embætti. Í Suður-Afríku geisar grimmúðug borgarastyrjöld milli svartra manna og hvítra; í Mið-Austurlöndum er endurbygging hafin eftir eyðileggingu í átökum síðasta árs, en báðir aðilar leggja meiri áherslu á að efla vígbúnað sinn en endurreisa skóla, sjúkrahús eða sveitabýli. Ófriðarblikur eru á lofti á landamærum Kína og Indlands, Rússlands og Pakistans og engan veginn útilokað að stríð gæti brotist út milli fjögurra fjölmennustu þjóða hnattarins. Suður-Ameríka sveiflast öfganna á milli til hægri og vinstri, en hvorug öfgafylkingin virðist fær um að bæta lífskjör fólks í þeim heimshluta. Tvö af ríkjum þeim sem fyrst undirrituðu sáttmála Norður-Atlantshafsbandalagsins, Frakkland og Ítalía, eru að því komin að segja sig úr samtökunum.

    Árið 1949 lýsti Harry S. Truman forseti yfir því að Bandaríkin stæðu reiðubúin með öllum mætti sínum og auðlindum til að verja frelsisöfl hvar sem þeim væri hætta búin. Nú kynnu sumir að mæla að þetta veglyndi hefði beðið skipbrot, að Bandaríkin hafi verið og séu of vanmáttug til að axla forystuhlutverk í heiminum til fulls. Ef hugleitt er margendurtekið hættuástand á alþjóðavettvangi, gæti hvaða Bandaríkjamaður sem er velt því fyrir sér hvers vegna hann ætti að láta svo fjarlæga atburði sig einhverju skipta og hvers vegna hann ætti að bera ábyrgð á því að standa vörð um frelsi utan Bandaríkjanna.

    Ég hef ekki svör við þessum efasemdum í eigin orðum. „Enginn maður er eyland, skrifaði John Donne fyrir meira en þremur og hálfri öld. „Hver og einn er hluti af meginlandinu. Bandaríkin ná frá Atlantshafi til Kyrrahafs og frá Norður-Íshafi að miðbaug. „Mannkynið er mér nákomið og því þarf ég aldrei að spyrja hverjum klukkan glymur; hún glymur yfir þér.

    Þessi þáttur ræðunnar var Edward að skapi. Hann lýsti tilfinningum hans sjálfs svo mætavel. Hins vegar hafði hann velt því fyrir sér hvort áheyrendur tækju þessum orðum með sömu hrifningu og málsnilld Flórentínu þegar henni tókst best upp áður fyrr. Hann þurfti ekki að efast lengur: Hávær fagnaðarlæti mannfjöldans glumdu í eyrum hans. Snilldin hafði ekki brugðist frekar en fyrri daginn.

    „Hér í heimalandi okkar munum við byggja upp heilbrigðisþjónustu sem verður öfundarefni hvar sem er í hinum frjálsa heimi. Hún mun veita öllum borgurum þessa lands jafnan aðgang að bestu læknisráðum og aðstoð sem völ er á. Enginn Bandaríkjamaður skal þurfa að deyja vegna þess að hann hafi ekki efni á að lifa."

    Margir demókratar höfðu greitt atkvæði gegn Flórentínu Kane vegna viðhorfa hennar til almanna- og sjúkratrygginga. „Bandaríkjamenn verða að læra að standa á eigin fótum, hafði gamall og æruverðugur læknir skotið að henni einhverju sinni. „Hvernig eiga þeir að geta það ef þeir liggja flatir lífs á braut? ansaði Flórentína að bragði. „Guð forði okkur frá því að fá konu í forsetastólinn," svaraði læknirinn og greiddi repúblikönum atkvæði sitt.

    „En fyrst og fremst mun þessi ríkisstjórn beita sér á sviði laga og reglu og með það í huga hyggst ég leggja frumvarp fyrir Þjóðþingið þess efnis að óheimilt verði að selja skotvopn án byssuleyfis."

    Undirtektir áheyrenda voru nokkru daufari að þessu sinni.

    Flórentína hóf höfuð sitt. „Og því segi ég við ykkur, landar mínir, látum þessi aldarlok verða tímaskeið þar sem Bandaríkin standa öðrum þjóðum framar í réttlæti og styrk, umhyggju og atorku, tímaskeið þar sem Bandaríkin heyja stríð — stríð gegn sjúkdómum, stríð gegn mismunun og stríð gegn fátækt." Forsetinn settist, en í sömu andrá spratt áhorfendagrúinn allur úr sætum.

    Tíu sinnum hafði forsetinn þurft að gera hlé á sextán mínútna ræðu sinni vegna fagnaðarláta áheyrenda. En þegar hann sneri sér frá hljóðnemanum í fullri vissu þess að hann hefði nærstadda á sínu bandi, runnu augu hans ekki lengur yfir fagnandi mannfjöldann. Flórentína Kane svipaðist um meðal hefðarfólksins á pallinum í leit að þeim eina aðila sem hún vildi sjá. Hún gekk yfir til manns síns, kyssti hann á kinnina og tók síðan um arm hans áður en yfirvörður fylgdi þeim út af pallinum, ákveðinn í fasi sem ætíð fyrr.

    H. Stuart Knight var meinilla við allt sem gekk ekki eftir áætlun, og á þessum degi hafði engin tímasetning staðist. Allir kæmu að minnsta kosti þrjátíu mínútum of seint til hádegisverðar.

    Sjötíu og sex gestir stóðu í salnum þegar forsetinn gekk inn. Þetta voru karlar þeir og konur sem fóru nú með völd í Demókrataflokknum. Valdaklíkan úr norðurríkjunum, sem hafði afráðið að styðja þessa konu, var þarna saman komin, að undanskildum þeim sem höfðu fylgt Ralph Brooks öldungadeildarþingmanni að málum.

    Sumir við hádegisverðarborðið höfðu þegar tekið við embætti í ríkisstjórn hennar og allir nærstaddir höfðu átt einhvern þátt í því að styðja hana til valda í Hvíta húsinu.

    Flórentína Kane hafði hvorki tækifæri né löngun til að snæða hádegisverð sinn; allir vildu eiga orð við hana í senn. Eftirlætisréttum hennar hafði verið raðað saman á matseðlinum: Byrjað var á humarsúpu og síðan var roast beef borið á borð. Loks var snilldarverk matreiðslumeistarans borið í salinn, kremborin súkkulaðiterta í mynd Hvíta hússins. Edward sá að kona hans snerti ekki við vel sniðnum tertugeiranum með forsetaskrifstofunni, sem borinn var á borð fyrir hana. „Þess vegna þarf hún aldrei að grenna sig," sagði Marian Edelman, sem hafði óvænt verið tilnefnd í embætti dómsmálaráðherra. Marian hafði verið að ræða við Edward um réttindi barna. Edward reyndi að leggja eyru við orðum hennar; það mátti reyna að ræða þetta við annað tækifæri.

    Þegar Hvíta húsið hafði verið etið til grunna og síðasti gesturinn kvaddur með handabandi, voru forseti og forsetamaki orðin fjörutíu og fimm mínútum á eftir áætlun að horfa á hátíðaskrúðgönguna. Er þau komu seint og um síðir fram á hátíðapallinn framan við Hvíta húsið, var heiðursvörður forsetans fegnastur allra að sjá þau af þessum tvö hundruð þúsundum sem safnast höfðu saman, enda hafði varðsveitin þá staðið rétt í sömu sporum í rúma klukkustund. Skrúðgangan hófst jafnskjótt og forsetinn var sestur. Ríkisliðið í hersafnaðinum þrammaði fram hjá og hljómsveit Landgönguliðsins lék fjölbreytt lagaval af miklum móði, allt frá Sousa til „God Bless America". Skrautsýningarvagnar frá hverju einasta ríki runnu fram hjá; minntu sumir þeirra, t.d. vagninn frá Illinois, á atriði úr pólskum uppruna Flórentínu. Varpaði slíkt lit og léttum blæ á þessa stund, sem var í senn alvarleg og hátíðleg í huga hennar.

    Hvergi gat það gerst nema hér, hugsaði hún, að þjóð leiddi dóttur innflytjanda til æðsta embættis.

    Þegar þriggja stunda langri skrúðgöngunni var lokið seint og um síðir og seinasti skrautsýningarvagninn horfinn út eftir breiðgötunni, laut Janet Brown, starfsmannastjóri Flórentínu Kane, að henni og spurði forsetann hvað hann vildi taka sér fyrir hendur fram að hátíðadansleiknum.

    „Undirrita öll skipunarbréf í ríkisstjórnina, bréf til allra þjóðhöfðingja og hreinsa af skrifborðinu mínu fyrir morgundaginn, svaraði Flórentína þegar í stað. „Þá ætti fyrstu fjórum árunum að vera borgið.

    Forsetinn gekk beint inn í Hvíta húsið. Um leið og hann gekk inn um súlnaanddyrið sunnan megin, hóf hljómsveit Landgönguliðsins að leika „Hail to the Chief. Flórentína var komin úr kápunni áður en hún kom inn í forsetaskrifstofuna. Hún var einbeitt og ákveðin þegar hún settist við tilkomumikið leðurklætt eikarborðið, en hélt að sér höndum smástund og svipaðist um. Allt var eins og hún vildi hafa það. Þarna álengdar var myndin af Richard og William að spila fótbolta. Fyrir framan hana lá bréfapressa með tilvitnun eftir George Bernard Shaw sem Annabel tók sér oft í munn: „Sumir sjá hlutina eins og þeir eru og segja, hvers vegna; mig dreymir hluti sem aldrei hafa verið og ég segi, hvers vegna ekki. Vinstra megin við Flórentínu var forsetafáninn en þjóðfáni Bandaríkjanna hægra megin. Á skrifborðinu miðju stóð líkan af Baron-hótelinu í Varsjá, sem William hafði búið til úr pappírsdeigi þegar hann var fjórtán ára. Kolaeldur brann í arninum. Málverk af Abraham Lincoln horfði hvössum augum niður á nýsvarinn forsetann, en utan við útskotsgluggana blöstu við grænar flatirnar sem teygðu sig alla leið yfir að Washington-minnismerkinu. Forsetinn brosti. Hér var hann á heimaslóð.

    Flórentína Kane seildist eftir stafla opinberra skjala og renndi augum yfir nöfn þeirra sem áttu að gegna störfum í ríkisstjórn hennar. Þarna var um rúmlega þrjátíu tilnefningar að ræða. Forsetinn undirritaði hverja og eina með glæsibrag. Síðasta skjalið greindi frá því að Janet Brown yrði starfsmannastjóri. Forsetinn mælti svo fyrir að bréfin skyldu send til Þjóðþingsins tafarlaust. Blaðafulltrúinn tók arkirnar sem áttu eftir að móta næstu fjögur árin í sögu Bandaríkjanna. „Þakka yður fyrir, frú forseti, sagði blaðafulltrúinn og bætti svo við: „Hvað viljið þér taka fyrir næst?

    „Lincoln sagði að það ætti alltaf að byrja á stærsta viðfangsefninu. Við skulum líta á drög að frumvarpi um eftirlit með skotvopnum."

    Það fór hrollur um blaðafulltrúa forsetans. Hann vissi ofur vel að baráttan á Bandaríkjaþingi næstu tvö árin yrði álíka illvíg og torsótt og borgarastyrjöldin sem Lincoln átti í. Svo margir í þessu landi töldu það enn sjálfsögð mannréttindi að hafa skotvopn undir höndum. Blaðafulltrúinn bað þess eins að þetta stríð færi ekki eins og hið fyrra, endaði með þjóð sem var sjálfri sér sundurþykk.

    Fimmtudagskvöld, 3. Mars

    (tveimur árum síðar)

    kl. 5.45 e.h.

    Nick Stames langaði heim. Hann hafði verið að verki síðan klukkan sjö um morguninn og nú var klukkan orðin 5.45 síðdegis. Hann mundi ekki hvort hann hafði fengið sér hádegisverð. Konan hans, hún Norma, hafði kvartað yfir því einu sinni enn að hann kæmi aldrei heim í tæka tíð til að borða kvöldverð, og ef það gerðist, þá kæmi hann svo seint að maturinn væri orðinn óætur. Og þegar betur var að gáð — hvenær hafði hann síðast haft tíma til að ljúka við mat sinn? Norma var enn í rúminu þegar hann fór til skrifstofunnar klukkan hálfsjö að morgni. Börnin voru í skóla víðs fjarri, og þá hafði hún ekki annað að sýsla en elda kvöldmat handa honum. Hann gat ekki sigrað, hvernig sem hann fór að; hefði honum gengið illa, þá hefði hún kvartað yfir því líka, en honum gekk geysivel, fjandinn hafi það, hvernig sem á það var litið. Hann var yngsti sérþjónustumaður sem stjórnaði vettvangsskrifstofu í Alríkislögreglunni, og menn klófesta ekki starf af því tagi fjörutíu og eins árs að aldri með því að skila sér stundvíslega til kvöldverðar á degi hverjum. Og hvað sem öðru

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1