Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Gull faraós
Gull faraós
Gull faraós
Ebook302 pages4 hours

Gull faraós

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Ungi Englendingurinn, Rupert Challoner, situr í kyrrðini við rætur Mánafjalla í Nairobi og hugleiðir mislukkað líf sitt. Hann er djúpt sokkinn í hugsanir sínar þegar hann hrekkur upp við háværan skothvell og uppgötvar að í grenndinni á eldri maður í höggi við vígalegt villinaut. Rupert reynir hvað hann getur að koma manninum til bjargar en nær ekki í tæka tíð. Áður en maðurinn gefur upp öndina biður hann Rupert um að verða við sérkennilegri ósk. Í kjölfarið kviknar lífsneisti Ruperts að nýju þegar hann leggur upp í óvænt og leyndardómsfullt ferðalag í leit að gulli Faraós.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 4, 2023
ISBN9788728281727
Gull faraós

Related to Gull faraós

Related ebooks

Related categories

Reviews for Gull faraós

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Gull faraós - C. Lestock Reid

    Gull faraós

    Translated by Jón Leví

    Original title: The trail of Pharaoh's treasure: A romance of Africa

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1924, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728281727

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I. Kapítuli .

    Dauði Lovells.

    Sólin var að síga bak við Ruwenzori, og hið mikla fjall varpaði skugga yfir hlíðarnar og fram á sljettuna fyrir neðan svo að nokkurskonar rökkur myndaðist, en þar í landi er rökkur óþekt.

    Rupert Challoner, sem sat við fjallsræturnar með hyssuna lagða yfir knje sjer, fanst þetta rökkur svo óvanalegt að hann hlaut að veita því sjerstaka athygli. Kyrðin var svo mikil að hann heyrði vel raddir svertingjanna í tjaldstaðnum, hjerumbil milufjórðung burtu, og kjamsandi hljóð frá skepnum á beit.

    Loftið angaði af blómailm. Það var eins og öll blómin keptust nú við að senda frá sjer sem mestan ilm áður en þau tækju á sig náðir.

    Þetta var stund, vel fallin til alvarlegra hugsana í ró og næði.

    Það mátti líka vel segja að ungi maðurinn notaði tímann til slíkra hugsana; hann var einhvern veginn ef svo mætti að orði komast, ekki rjettu megin við sjálfan sig, eða með öðrum orðum, honum fanst hann vera flón. — Erki flón.

    Fyrir tveimur árum hafði hann lokið námi við Oxford, og eins og marga aðra unglinga hafði hann dreymt um að leita hamingjunnar, einhversstaðar út við endimörk hins víðlenda Bretaveldis. Það er að segja, vinna sjer inn auðæfi fljótt og þægilega.

    Hann átti svo mikið af peningum, að hann þurfti ekki að svelta; en ekki hærri nóg til að njóta lífsþæginda þeirra er hann krafðist og hafði vanið sig á.

    Ákveðin atburðakveðjá varð þess valdandi að hann kaus að fara til Afríku, og einn góðan veðurdag tók hann land í Mambosa, með nóg af fögrum vonum, en útþúnað, sem að engu leiti var nógu góður til að mæta æfintýrum þeim, er hann vonaðist eftir. Útbúnað, sem þegar hjer er komið sögunni, var mjög að þrotum kominn.

    Herra minn trúr! Hann hafði að visu lent í mörguin skemtilegum villidýraveiðum, safnað sjer allmikillar reynslu, og nákvæmrar kunnáttu í Swahili en það er mál það, er svertingjar tala, þarna í Austur-Afriku.

    En auðæfin, — Peningarnir höfðu oltið hjá honum, hjer eins og annarsstaðar, og hann veigraði sjer við að líta í alvöru á þá hlið málsins.

    Fyrir nokkru síðan lá við að hann sneri baki við æfintýrinu og legði á stað heim til Englands; en samtal sem hann lenti í af tilviljun í klúbbnum í Nairobi hafði orðið til þess að hann langaði til að, komast upp á tinda Mánafjallanna.

    Jæja. — Hann hafði nú í heilan mánuð flækst hjer við rætur þeirra án þess, svo mikið sem að sjá höggva fyrir tindunum, sem voru þoku huldir dag eftir dag.

    Challoner hafði að visu búist við henni, en ekki svona þrálátri, og í kvöld fanst honum hún vera ímynd sinnar eigin óhamingju. Hann var í mjög þungu skapi.

    »Jeg eignast aldrei eyrir í þessu horngrýtis landi« hugsaði hann með sjálfum sjer. »En þrátt fyrir það — Jeg get samt sem áður ekki slitið mig hjeðan. Hvað skal gera? Þarna sat hann í öngam sínum og hugsanir hans snjerust í hring um þetta vandasama úrlausnarefni«.

    Skyndilega gall við byssuskot í kvöldkyrðinni. Skotmaðurinn sást ekki þaðan sem Calloner sat, því runnar skygðu á útsýnið. Um leið og hann stóð upp hugsaði hann hálf ólundarlega með sjálfum sjer að hjer væri víst einhver á veiðum eftir hans eigin æfintýri.

    Hjer væri vist nóg af ágengum náungum, eins og annarsstáðar. Hann klifraði upp á dálítið klettabelti og var þaðan gott útsýni, yfir nágrennið. Það sem hann sá var nóg til þess að hann gleymdi á svipstundu öllum vandræðum sinu m.

    Tæpa hundrað metra frá sjer sá hann mann, — hvítan mann, hniginn að aldri, — að því er honum virtist. Maðurinn stóð hálf boginn og hamaðist á byssu sinni, sem hafði hlaupið í baklás þegar verst gengdi, ein og altítt er með byssur, sem eru útbúnar með skotgeymir.

    Hann reif og sleit í lásinn, og hamingjan hjálpi oss, hann hafði iíka fulla ástæðu til þess. Rjett hjá honum stóð villinaut í hinum mesta vígahug; hafði það rekið hausinn undir sig og otaði hornunum beint fram. Bölvandi og froðufellandi krafsaði það með framfótunum, svo moldrokið stóð út frá því í allar áttir. Á hverju augnabliki mátti búast við því að það rjeðist á varnarlausan manninn. Nautið var geysi stórt og gamalt og hafði að likindum komið fram úr runnunum til að leita sjer að drykkjarvatni, en rekist á manninn í þeim svifum. Hvort þetta eina skot sem Challoner heyrðí hafði ekki hitt nautið, eða þá aðeins sært það lítið eitt, gat hann ekki sjeð í þessari fjarlægð. Það mátti lika einu gilda hvort heldur var. Árangurinn var sá sami, maðurinn virtist dauðadæmdur.

    Meðan Rubert stóð þarna, grafkyr af æsingu, tók maðurinn á rás og reyndi á hlaupunum að lagfæra byssulásinn. Kippkorn burtu var trje nokkurt, dálitið stærra en runnarnir í kring, nógu stórt til að forða manninum, ef hann gæti klifrað upp í það. Gæti hann aðeins náð því. Hjer er um lifið að tefla. Örvæntingin og hin veika lifsvon gefa manninum undravert afl, þó hann sje kominn af æsku árunum. Nautið vinnur á. — Vonin veikist.

    Þetta gerðist alt á broti úr sekúntu. Challoner gleymir því að hann hefir ekki annað að vopni, en haglabyssu, sem er lítið meira virði, en regnhlíf í viðureign við jafn hættuleg dýr og villinaut eru. Telja margir þau hættulngust allra veiðidýra.

    Hann gleymir því sömuleiðis að lítil eða engin von er til þess að hann verði nógu fljótur til að verða manninum að nokkru liði.

    Hann hlýðir aðeins eðlisávisuninni; Eðlisávísu hins hvita manns, sem býður honum að hjálpa bróður í neyð. Og hann hleypur alt hvað hann kemst. — Jafnvel hraðara en nautið. En hann er þó ekki kominn nema hálfa leið, þá er útkljáð um örlög ókunna mannsins.

    Hann náði trjenu, einu feti á undan nautinu, kastar sjer áfram og þrífur tveim höndum í neðstu greinarnar, í því skyni að sveifla sjer upp; en hann var broti úr sekúntu of seinn. Hornin ná í mjóhrigg hans, hendurnar missa takið, eins og þær væru lopnar og hann fellur niður hjer um bil 15 metra burtu með dimmum skelli, og liggur hreifingarlaus.

    Challoner er of langt í burtu til þess að’geta nokkuð aðhafst. Hann sjer að nautið býst til að gera út af við manninn fyrir fult og alt, og blindur af reiði hleypir hann haglaskotunum úr báðunhlaupum byssunnar, og æpir og grenjar af öllum mætti — — —.

    Hitti hann nautið. Ef svo var gerðu höglin því ekki meira mein en moldryk: væri. En eitthvað hefur þá nautið orðíð vart við höglin eða ef til vill voru það ópin sem Challoner rak upp, að minstakosti snjeri það á móti þessum nýja óvini með hinu ófrýnilegastá látbragði.

    Challoner stóð þarna eins og rignegldur niður; hugsanir hans voru á mestu ringulreið. Hann hafði ekki fleiri skothylki á sjer, því hann hafði als ekki ætlað sjer á veiðar er hann gekk fra mönnum sínum, hafði aðeins tekið byssuna með af gömlum vana — Nú — það hefði heldur ekki orðið neitt gagn áð haglaskotunum. Klifra upp í trje hugsar hann með sjer. En nautið er komið að honum svo enginn tími var til þess. Samt sem áður ætlar hann að reyna, en fæturnir neituðu eð hlýða og hann komst ekki úr sporunum. Hann stóð þarna og beið dauðans eins og hann Hefði fest þar rætur.

    Alt í einu heyrir hann rödd — veika rödd, sem virtist koma úr miklum fjarska; en haun heyrir þö orðaskil.

    »Hentu þjer niður, legstu flatur!« Og þegar Calloner ekki hlýðir undir eins. »Legstu flatur bölvaður asninn«.

    Hann hlýddi nú og henti sjer niður, og á næsta augnabliki var nautið komið að honum. Challoner sjer það, stara á sig blóðstokknum augum og hann finnur brennandi fnæs þess beint í andlit sjer, og býst við dauða sínum í skjótum svip. Og honum liggur viö að reka upp hlátur. — Hverskonar bjána ástand var þetta, hugsar hann með sjálfum sjer. Hver kallaði til mín? Var það ókunni maðurrnn? Öðru hvoru fanst honum þetta vera gamli villidýraveiðarinn, sem einu sinni sagði honum sögu af sjer, þá er hann vár á villinautaveiðum. Sagðist honum svo frá að hægt væri að komast undan nauti með því að kasta sjer niður. Horn þessara nauta eru semsje sveigð aftur með hálsintim svo þau ná ekki að reka þau í mann sem liggr alveg flatur. Og Challoner fanst hann kannast við rödd veiðimannsins. »Ligðu bara aiveg róiegur«, heyrði hann kallað. »Nautin eru eins og hestár, því að þau stíga ékki ofan á neitt kvikt. Virðast hafa eitthvað á móti því«. Og Challoner lá kyr, og honum fanst maðurinn ljúka máli sínu með sömu orðum og veiðimaðurinn forðnm.

    Að líkindum var hann að vissu léiti, dáieiddur af sínum eigin ótta, því hann varð nú var við að hann smátt og smátt komst til sjáifs sins aftur. Undarlegar hugsanir flugu gegnum heila hans. Honum fanst hann nauðsynlega þurfa að velta sjer á hliðina, af því hann lægi svo oþægilega svona.

    Rjett á eftir fanst honum að hann gæti selt sái sina fyrir dropa af vatni. Þorstinn brendi hann í kverkarnar, og hann fann til þess alt í einu að hann var farinn að brjóta heilan um það hvort maður sem lægi undir járnbrautarlest myndi ekki hafa likar tilfinningar. En þetta lagaðist smám saman. Óttinn hafði yfirgefið hann, og hann fann að hann var ómeiddur. Í þessu hugsanasambandi datt honum ókunni maðurinn í hug. Vonandi var honum óhætt. Hvað ætli hann sje að aðhafast? Challoner þorði ekki að lifta höfðinu svo hann sæi í kringum sig, því hann heyrði nautið vera að róta í jörðinní rjett hjá sjer. Myndi honum ekki vera óhætt að kalla, og án þess að hugsa frekar út í það kallaði hann »Hvernig liður yður? Getið þjer náð í riffilinn yðar? Nei«, var svarað með veikri rödd. »Því miður get jeg ekki hreifl mig. Riffillinn liggur langt frá mjer, og er þar að auki ónýtur eins og er. Hlaupinn í baklás«.

    Þögn. Challoner fylgdi nautinu eftir í huganum, hann heyrði vel til þess. Það hafði nú að fullu gleymt hinum fyrri fjandmanni sinum og reyndi nú stöðugt að koma hornunum í Challoner. Gekk það spottakorn burtu, kom svo aftur á harða hlaupi með hausinn niður við jörð, og staðnæmdist altaf rjett hjá honum byrjaði svo á nýjan leik og reyndi að fá sjer betri áðstöðu.

    Challoner sá mest eftir því að hafa ekki tekið skammbyssuna sína með, eða að minsta kosti veiðihnífinn, hann hefði kannske getað haft einhver not af þeim nú. En um það var ekki að tala Ef til vill mundi ókunni maðurinn finna upp einhver ráð. Best væri að kalla til hans. »Heyrðu mig! Hversu lengi eigum við að liggja svona?

    Svarið kom með hvildum, eins og sá sem talaði, ætti örðugt um andardráttinn.

    »Jeg veit það ekki. Það er ómögulegt að vita, Ef til vill þreitist nautið á þessum leik og lötrar burt. Ef til vill reynir það við mig á nýan leik. Hugsast gæti lika að menn yðar færu að skignast eftir yður. En liggið kyr, hvað sem öðru liður«.

    Challoner brá við, — er hann heyrði menn sína nefnda, hann hafði alveg gleymt þeim. Undarlegt var það. Hann fór að brjóta heilann um þetta,og heyrði alt í einu rödd. Var það hugsanaflutningur eða hvað? En röddin var Kombos, Buganda drengsins sem var vanur að bera vopn Challoners, og hirða um þau, þá er hann var á veiðum eða ferðalagi. Challoner þekti rödd hans eins vel og sína eigin. Kombo var duglegur drengur og góð skytta. Hafði hann um tíma verið hermaður í breska hernum Og nú æpti hann, og mátti heyra að hann kom nær og nær.

    »Nakuja Bwana Nakuja! Jeg kem herra!«

    Challoner heyrði að nautið stakk við fótum þá er það fann þef af nýjum óvini. Varð hann nú hugrakkari og hrópaði til drengsins. »Komdu svo nálægt sem þú getur og miðaðu vel. En í herrans nafni vertu varkár«.

    Næstu augnablik þorði Challoner varla að draga andann. En svo kvað við hvellur mikill. Challoner þekti hljóðið í fílabyssu sinni, og hann heyrði á hinum ógurlega hávaða, sem nautið gerði, að kúlan hafði hitt. Hann fjekk gusu af mold og smásteinum framan í sig. Dýrið hafði fengið nóg af þessari einu! kúlu hún hafði hitt það rjett á bak við herðablaðið.

    Challoner hrósaði drengnum fyrir frammistöðuna og lofaði honum svo miklum launum að glampa brá fyrir að kolsvörtu andlitinu. En Challoner var nú þegar farinn að gefa fyrirskipanir gagnvart særða manninum. Sendi hann drenginn að tjaldstaðnum til að sækja meðöl, whisky, börur og mannafla.

    Sólin var nú fyrir stundarkorni hnigin til viðar,; en tunglið sem þegar var kömið allhátt á loft varpaði á landslagið skæru en hálf draugalegu ljósi, var allbjart um að lítast. Challoner litaðist nú um og hnykti við þá er honúm varð litið upp á fjalls: tindinn. Í fyrsta sinn sá hann hina mjallhvítu, bröttu og himinbláu tinda Ruwenzoris í heiði.

    Þokunni hafði ljett af og hortum lá við að brosa að sjálfum sjer, því hann áleit þetta góðs vita fyrir sig, en hann afsakaði sig með því, að meðan þokan var hafði hann álitið hana vita á ílt. »Eftir altsaman getur hamingjan oltið á því að jeg ekki rauk á stað heim af því að traustið og hugrekkið var að bila. »En hann gaf sjer ekki tíma til að hugsa meira um þetta, því hann var nú kominn til ókunna mannsins, sem ekki virtist geta hreift sig, þó hann heilsaði Challoner með daufu brosi. Hann kraup á knje hjá manninum. »Hafið þjer meitt yður mikið?«, spurði hann.

    »Já svaraði hann stuttarlega«. »Jeg er úr sögunni«. Og hann rak upp hljóð, sem átti að vera hlátur. »Þjer skuluð ekki örvænta«, sagði Challoner hughreistandi. »Það getur vel verið taugabilun eftir áfallið. Við flytjum yður til tjaldanna og þá«.

    »Þökk fyrir ungi vinur«, svaraði hinn og glotti. »En þjer mynduð aðeins sálga mjer undir eins við flutninginn. Og jeg vildi gjarnan lifa svo sem tvo tíma ennþá«. Þessi raunalegu orð hittu Challoner mjög óþægilega; en þegar ókunni maðurinn hjelt áfram máli sinu sá hann að hann hafði rjett fyrir sjer.

    »Ungi maður. Jeg hefi sjeð svo margt um dagana að jeg er farinn að skilja dável hvenær lífið er á förum. Jeg hef auk þess nokkra þekkingu á lækningum, og jeg finn vel að ekki er mikið eftir af mjer«.

    Það þurfti heldur ekki mikið læknisvit til þess að sjá að svo var, sem hann sagði. Challoner hafði líka sjéð sitt af hverju. Hann sá á andliti ókunna mannsins að hann hafði liðið miklar þjáningar síðan hann hafði orðið fyrir slysinu og stellingarnar, sem hann lá i, allur undinn, án þess að geta hagrætt sjer, töluðu lika sinu máli um að hjer væri eitthvað mjög alvarlegt á ferðum.

    »Hvað haldið þjer sjálfur um þetta«, spurði Challoner.

    »Hryggurinn er brotinn«, sagði hann stuttlega. »Tilfinningalaus fyrir neðan mjóhrygginn. Auk þess er jeg sem stendur í miðju hitasóttarkasti; og þaö gerir til fulls út af við mig. Ekkert mótstöðuafl. Nautskömmin braut lika í mjer 2 eða 3 rif og rak endana á þeim inn í inniflin«,

    Út af fyrir sig ekki svo hættulegt, en fjandi óþægilegt. Skapvondur skratti Og hann brosti framan í Challoner. »Alvarlegt tilfelli mundu læknarnir segja«, bætti hann við. »Lagleg upptalning. »Guð minn góður«. Er þá ekkert hægt að gera fyrir yður?

    »Ekki eins og stendur. Ekki fyr en drengurinn kemur aftur. Jeg heyrði hvað þjer sögðuð honum að hafa með sjer. Það var alveg rjett. Þjer getið vist ekki gefið mjer vindling?«

    Ókunni maðurinn kveikti í vindlingnum og Og reykti þegjandi, og var svo að sjá að hann hefði nautn af því. En Challoner fann hvernig ömurleikinn lagðist yfir þá, og honum fanst hann þurfa að segja eitthvað.

    »Ekki getið þjer legið svona, það gerir út af við yður«.

    »Jeg er búinn að vera hvort sem er, eins og jeg hef sagt«.

    »En — jeg get ekki — látið yður — látið yður deyja svona hjerna. — Hjerna úti«.

    »Hm. Mjer hefur altaf liðið best undir beru lofti, og það er fullgott til að deyja í því. Mjer er illa við hús«.

    Þeir biðu nú þegjandi þar til Kombo kom aftur, Í för með honnm var Okelo þjónn Challoners og flestir af burðarkörlum hans. Hlógu þeir og skröfuðu sin á milli, með hinu venjulega kæruleysi Afríkumanna gegn slysum annara.

    Ókunni maðurinn rauf þögnina. »Viltu lána mjer þjóninn þinnn«. Áður en Challoner gæti svarað kallaði hann til hans. »Tjaldstaðurinn minn er hjá Rest House, þú veist hvar það er? Gott. Farðu þangað og hafðu með þjer burðarmann. Findu þjóninn minn, og segðu honum að koma hingað og hafas með sjer litle svarta kistilinn. — Litla svarta kistilinn. — Skilur þú það? Vertu eins fljótur og þú getur«.

    Kombo kvaddi að hermanna sið; Ókunni maðmaðurinn fylgdi honum með augunum meðan til hans sást og snjeri sjer síðan að Challoner.

    »Nú er best að byrja á lækningatirlaununum. Biddu dálítið« sagði hann. »Hefur þú ekkí deyfingarlyf morfin eða opium? Ágætt«.

    Hann tók glerhylkið með skjálfandi fingrunum helti úr því nokkrum töflum, og rjetti Challon er þær og sagði: »Leystu þetta upp í dálitlu whysky og gefðu mjer svo«.

    Hann drakk svo þetta deyfingarlyf, dró að sjer nokkra reyki úr vindlingnum, og sagði síðan. »Þetta dugði. Reyndu nú að rjetta úr brotnu rifjunum svo jeg geti dregið andan.

    Calloner tók nú til lækningastarfans, undir umsjöri og fyrirsögn ókunna mannsins lóksins honum Ióksins að koma ryfjunum nokkurn vegin í samt lag og vafði síðan um með ábreiðu er hann hafði skorið í lengjur. Hagræddi hann honum nú eftir bestu getu, lagði sessu undir bak honum og vafði um hann ábreiðu.

    Ókunni maðurinn hallaði sjer nú aftur á bak með ljettu andvarpi »Mjer er mun hægara« sagði hann. »Kveikið nú eld svo nálægt mjer sem unt er; komið svo og setjist hjerna hjá mjer«.? Hann lá nú þegjandi nokkra stund, eins og hann væri að taka saman í huganum það sem hann ætlaði, að segja; en þá er Chllomer hafði tekið sjer sæti við höfðalag hans, tók hann til máls.

    Þjer sýnduð mjög mikið hugrekki, með tilraun yðar til að bjarga mjer. Það er ekki yður að kenna að hún mistókst, Nei verið ekki að mótmæla, þjer hafið hjartað á rjettum stað og það er gott hjarta. Jeg er yður mjög þakklátur og vil reyna að sýna það í verkinu. En timinn líður. Heyrið mjer. Hafið þjer nokkurn tíman heyrt getið uxn Zimbawe«?

    Challoner varð hálf hissa á þessu innskoti en sagði.

    »Jú, það hefi jeg. Er það ekki í Rhódesiu þar sem rústírnar miklu eru?

    »Einmitt rjett. Vitið þjer nokkuð um þær, hver hefur bygt þær og hvers vegna það var gert?«

    Nei — — en«.

    »Gott jeg skal segja yður þá sögu.

    Arabar frá Saba bygðu þær. — Þjer kannist við drotninguna frá Saba. — Þeir voru grein af Fönikumönnum sem þá bjuggu kring um Aden, sem ekki var annað eins víti í þá daga, sem það er nú. Fyrir nokkrum þúsundum ára siðan fóru að finnast þar feiknin öll af gulli. Þeir fluttu það á skipum frá Safala til sinnar eigin hafnar er Ophir hjet. Þjer kannist við gullið frá Ophir? Nei gullið kom frá sunnanverðri Rhoderiu sem þá var kölluð Monomotaba«.

    Lá nú ókunni maðurinn kyr um stund og virtist safna nýjum kröftum Challoner horfði á hann með undrun, sem hann átti bágt með að dylja. Hann var hissa á því að þessi órakaði, óhreini og illa hirti náungi með andlit líkt og veðurbarinn sjómaður, og hendur eins og á grjótvinnumanni, gæti vitað nokkuð um þessa löngu liðnu atburði, mundi varla öðrum fært en færustu vísindamönnum að hafa aflað sjer gagnlegrar fræðslu um þessa hluti.

    Í, raun og veru var það aðeins rödd mannsins og málfæri, sem benti til þess að hann væri annað en það sem hann sýndist. — Óvalinn æfintýramaður.

    »Yður virðist undarlegt að jeg skuli vita nokkuð um þetta«., hjelt hann áfram. »En jeg hef aflað mjer allgóðrár mentunar, þótt útlit mitt beri það ekki með sjer. Jú þjer getið skilað kveðju frá mjer bæði til Eton og Oxford.

    Auðvitað var jeg latur, en fornfræðin hafði altaf mikil áhrif á mig. Að lokum var jeg sendur út í heiminn — yngri sonur, þjer þekkið það heima nað —. Bróðir minn er. — Nú það má standa á sama þjer munduð kannast við nafn hans. Mjög þekt. Myndir af honum koma að jafnaði blöðum og tímaritum. »Illmenni inn að beini«.

    Hann tók sjer málhvíld á ný, og virtist sokkinn niður í miður þægilegar endurminningar um bróður sinn og önnur ættmenni.

    Og Challoner fór að brjóta heilan um það hvers konar sorgarleikur dyldist á bak við þessar stuttu sundurslitnu setningar mannsinns.

    »Jæja. — Loks lenti jeg hjer. Að Visu nokkru sunnar. Landið var dálítið öðruvisi þá, og jeg var ungur græningi, sem bjóst við að geta orðið vellríkur á styttri tíma en hægt ér að segja frá þvi«.

    Challoner hrökk við. Orð ókunna mansins hittu hann beint í hjartað. Var þetta ekki alveg það sama og hann hafði sjálfur imyndað sjer.

    En ókunni maðurinn hjelt áfram án þess að taka eftir þessu:

    »Síðan eru nú liðin 40 ár. — Nærri því hálf öld Öllum þessum tima hefi jeg varið til þess að flækjast fram og aftur nm þessa undursamlegu heimsálfu. Guð einn veit hvað jeg ekki hefi aðhafst, þar til nú að jeg var að lokum kominn á rjettan rekspöl að takmarkinu. — Marki sem jeg aldrei næ. — Finst yður ekki að hamingjan hafi veríð mjer hliðholl?«

    Honum þyngdi nú mjög, og Challoner fór að verða hræddur um að hann hefði ofreynt sig.

    »Þjer ættuð ekki að tala svona mikíð. Þáð þreytir yður«.

    »Þreytir mig. Þó svo væri Mjer gefst brátt nógur tími til hvildar« svaraði hann með alvöruþunga.

    »Gefðu mjer sopa af Whisky«.

    Vinið virtist hressa hann, og hann hjelt áfram sögu sinni. «Þó jeg komist aldrei að markinu, er engin ástæða til þess að þjer komist það ekki. Jeg skal leiðbeina yður. — Það verður endurgjald imitt fyrir hjálpina. — Leiðbeína yður svo að þjer getið fundið gull faraós«. Það var svo að sjá að hugsunin um gullið bresti hann við, og röddin varð nú styrkari.

    »Þjer finnið þetta alt í litla kistlinum, sem Kombo er að sækja. — Jeg á við hin einstöku atriði. En jeg mun nú segja yður aðaldrættina í áforminu, Þetta sem jeg sagði yður um Zimbawe eru hinar allra nýjustu kenningar vísindanna um þessi efni. En eitt veit jeg, sem fornfræðingarnir vita ekki. Það voru mennirnir frá Saba, sem komu þangað fyrstir, — að fráskildum landslýðnum, sem var þar fyrir. — Þeir ljetu sem þeir væru þar heima hjá sjer. Rústirnar miklu eru eftir þá. Upprunalega voru það kastalavígi. En það reyndist ógerningur, að halda þessu leyndu, eins og þjer getið gert yður í hugorlund. Auðugustu gullnámur heimsins! Slikt var með öllu ómögulegt.

    Forn egiftar fengu njósnir um gullfundinn. Eftir því, sem jeg kemst næst, sat þá að völdum hin svonefnda hjarðkeisaraætt, — og þeir ásettu sjer að athuga þessa hluti nánar«. »En þetta eru aðeins ósannaðar kenningar«, sagði Challoner og gleymdi í ákafanum ástandi mannsins. »Það er«. »Kenningar«. Já að visu, en bygðar á öruggum sönnunum«, sagði ókunni maðurrnn hvast.

    »Jeg. — En sjáum til hjer kemur Kobo með kistilinn«, tók hann fram í fyrir sjálfum sjer, þegar Kobo, burðarkarlinn og ókunnur svertingi komu fram úr rnnnunum, og höfðu með sjer kistilinn snjáðan og rispaðan af flækingi

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1