Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Fyrstur til að deyja
Fyrstur til að deyja
Fyrstur til að deyja
Ebook413 pages5 hours

Fyrstur til að deyja

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Líf Lindsay Boxer, yfirvarðstjóra á morðdeildinni í San Francisco, tekur óvænta stefnu einn mánudagsmorgunn þegar hún fær erfiðar fréttir frá lækninum. Áður en hún nær að meðtaka tíðindin að fullu er hún boðuð á Grand Hyatt hótelið þar sem ung hjón hafa verið myrt með hrottalegum hætti á brúðkaupsnóttina. Við tekur eitt vandasamasta mál ferilsins sem kemur Lindsay í kynni við fréttkonuna Cindy Thomas, yfirréttarlækninn Claire Washburn og yfirréttardómarann Jill Bernhardt sem sameina krafta sína í von um að leysa gátuna.Fyrsta saga bókaseríunnar um Kvennamorðklúbbinn kom út árið 2001 en serían samanstendur af alls 23 bókum sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála og notið vinsælda um allan heim. Kvennamorðklúbbinn skipa þær Lindsay Boxer, Cindy Thomas, Claire Washburn og Jill Bernhardt en saman leysa þær dularfull morðmál í heimabæ sínum, San Francisco.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateMar 10, 2023
ISBN9788728542064
Author

James Patterson

James Patterson ist ein weltweit gefeierter Bestsellerautor. Großer Beliebtheit erfreut sich seine Reihe um Alex Cross, die mittlerweile 28 Bände umfasst. Seine Romane wurden weltweit übersetzt. Heute lebt James Patterson mit seiner Familie in Florida. Mit Bill Clinton schrieb er den internationalen Bestseller The President is Missing.

Read more from James Patterson

Related to Fyrstur til að deyja

Titles in the series (3)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Fyrstur til að deyja

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Fyrstur til að deyja - James Patterson

    Fyrstur til að deyja

    Translated by Harald G. Haraldsson

    Original title: 1st To Die

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2001, 2023 James Patterson and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728542064

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    INNGANGUR

    Lindsay Boxer varðstjóri

    Það er óvenju hlýtt þessa júlínótt , en samt hríðskelf ég þar sem ég stend á rammgerðum, gráum steinsvölunum fyrir utan íbúðina mína. Ég horfi yfir San Francisco í allri sinni dýrð og þrýsti skammbyssunni minni þétt upp að gagnauganu.

    Fjandinn hirði þig, guð" hvísla ég. Tilfinningaþrungið en viðeigandi og réttlátt, finnst mér.

    Ég heyri Mörtu mína ýlfra. Ég sný mér við og sé að hún horfir á mig í gegnum glerið í svalahurðinni. Hún veit að eitthvað er að. „Það er allt í lagi, kalla ég til hennar í gegnum dyrnar. „Það er ekkert að. Farðu nú og leggstu, vinan.

    Marta vill samt ekki fara. Vill ekki sleppa af mér augunum. Hún er góður, tryggur vinur, sem hefur knúsað mig góða nótt með trýninu á hverju kvöldi síðustu sex árin.

    Á meðan ég horfi í augun í tíkinni dettur mér í hug að ég ætti kannski að fara inn og hringja í stelpurnar. Claire, Cindy og Jill yrðu komnar hingað næstum því áður en ég legði niður tólið. Þær mundu faðma mig og hugga og segja allt sem á að segja. Þú ert alveg einstök, Lindsay. Það þykir öllum vænt um þig, Lindsay.

    Meinið er bara að ég er nokkuð viss um að ég yrði komin aftur hingað út annað kvöld, eða kvöldið þar á eftir. Ég sé hreinlega enga leið út úr þessum vanda. Ég er búin að fara í gegnum þetta hundrað sinnum. Ég get verið rökvísari en andskotinn, en ég er líka mjög tilfinningarík, eins og raun ber vitni. Það var mín sterka hlið sem varðstjóri lögreglunnar í San Francisco. Þetta fer sjaldnast saman og ég held að það sé ástæðan fyrir því að mér vegnaði betur en öllum karlmönnunum í morðdeildinni. Að sjálfsögðu stendur enginn þeirra hérna uppi, um það bil að tæta úr sér heilann með eigin skotvopni.

    Ég strýk byssuhlaupinu laust niður vangann og rek það síðan aftur upp að gagnauganu. Ó guð, ó guð, ó guð. Ég man eftir mjúkum höndum, og Chris, og fer að gráta.

    Ótal sýnir sækja á mig, svo leiftursnöggar að ég átta mig tæpast á þeim.

    Þessi hryllilegu, óafmáanlegu hveitibrauðsdagamorð, sem fylltu borgina okkar skelfingu, blandast saman við nærmyndir af mömmu og jafnvel fáeinar svipmyndir af föður mínum, bestu vinkonum mínum – Claire, Cindy og Jill – og klikkaða klúbbnum okkar. Ég sé meira að segja sjálfa mig, eins og ég var. Það fannst engum, engum, að ég liti út eins og varðstjóri, eini kvenvarðstjórinn í morðdeild lögreglunnar í San Francisco. Vinir mínir sögðu alltaf að ég líktist frekar Helen Hunt sem eiginkonu Pauls Reiser í sjónvarpsþáttunum Ástir og átök. Einu sinni var ég gift. Ég var ekkert lík Helen Hunt og hann var fjarri því að vera Paul Reiser.

    Þetta er svo erfitt, svo vont, svo rangt. Þetta er svo ólíkt mér. Ég sé stöðugt fyrir mér David og Melanie Brandt, fyrsta parið sem var myrt, í Mandarínsvítunni á Grand Hyatt-hótelinu. Ég sé þetta hryllilega hótelherbergi þar sem þau dóu á svo fáránlegan hátt og án nokkurrar ástæðu.

    Þannig hófst þetta.

    FYRSTI HLUTI

    David og Melanie

    1. KAFLI

    Fallegar rósir á löngum stilkum fylltu hótelsvítuna – í rauninni hin fullkomna gjöf. Allt var fullkomið.

    Það gæti verið til heppnari maður einhvers staðar á jörðinni, hugsaði David Brandt þegar hann faðmaði Melanie að sér, nýju brúðina sína. Ef til vill einhvers staðar í Jemen – einhver bóndi sem lofar Allah, með geit númer tvö. En örugglega hvergi nokkurs staðar í San Francisco.

    Parið horfði út um gluggann á stofunni í Mandarínsvítunni á Grand Hyatt. Þau sáu ljósin í Berkeley lengst í fjarska, Alcatraz og glæsilegar, upplýstar útlínur Golden Gate-brúarinnar.

    „Þetta er alveg ótrúlegt, sagði Melanie brosandi. „Ég hefði ekki viljað breyta neinu sem gerðist í dag.

    „Ekki ég heldur, hvíslaði hann. „Ja, nema ég hefði kannski ekki boðið foreldrum mínum. Þau hlógu bæði.

    Aðeins örfáum augnablikum áður höfðu þau kvatt síðustu gestina af þeim þrjú hundruð sem voru í danssal hótelsins. Brúðkaupið var loksins yfirstaðið. Skálaræðurnar, dansinn, kjassið og ljósmyndakossarnir yfir tertunni. Nú voru þau bara tvö ein. Þau voru tuttugu og níu ára gömul og lífið var framundan.

    David teygði sig eftir tveim barmafullum kampavínsglösum sem hann hafði sett á lakkað borðið. „Skál, sagði hann, „fyrir næst-heppnasta manni í heimi.

    „Næstheppnasta? spurði hún brosandi og lét sem sér væri brugðið. „Hver er sá heppnasti?

    Þau kræktu saman örmum og teyguðu stóran og munaðarfullan sopa úr kristallsglösunum. „Það er bóndi með tvær geitur. Ég segi þér það seinna."

    „Ég er með svolítið handa þér," mundi David allt í einu. Hann var þegar búinn að bregða á fingur henni fullkomnum fimm karata demantshring sem hann vissi að hún bar einungis til að geðjast fjölskyldu hans. Hann gekk að smókingjakkanum sínum sem hékk á háu stólbaki og kom til baka með skartgripaöskju frá Bulgari.

    „Nei, David, mótmælti Melanie. „Þú ert gjöfin mín.

    „Opnaðu hana nú samt, sagði hann við hana. „Þú kannt að meta þetta.

    Hún lyfti lokinu. Innan í flauelspoka leyndust eyrnalokkar, stórir silfurhringir umhverfis tvo sérkennilega mána úr demöntum.

    „Þeir lýsa hug mínum til þín," sagði hann.

    Melanie hélt mánunum upp að eyrnasneplunum. Þeir voru fullkomnir eins og hún sjálf.

    „Þú hefur mig gjörsamlega í vasanum," muldraði David.

    Þau kysstust, og hann renndi niður rennilásnum á kjólnum hennar og lét hálsmálið falla rétt niður fyrir axlir. Hann kyssti hana á hálsinn. Síðan efst á brjóstin.

    Það var bankað á dyrnar á svítunni.

    „Kampavín," kallaði rödd fyrir utan.

    Eitt augnablik hvarflaði að David að æpa bara: „Skildu það eftir þarna!" Allt kvöldið hafði hann langað til að fjarlægja kjólinn af hvítum og mjúkum öxlum konu sinnar.

    „Æi, náðu í það, hvíslaði Melanie og vingsaði eyrnalokkunum fyrir framan nefið á honum. „Ég set þá á mig.

    Hún smeygði sér úr örmum hans og bakkaði í áttina að baðherberginu í Mandarínsvítunni með blikandi bros í brúnum augunum. Guð, hvað hann elskaði þessi augu.

    Þegar hann gekk að dyrunum hugsaði David með sér að hann mundi ekki vilja skipta við neinn í öllum heiminum.

    Ekki einu sinni þótt geit númer tvö væri í boði.

    2. KAFLI

    Phillip campbell hafði látið sig dreyma um þetta augnablik, þessa frábæru senu, oft og mörgum sinnum. Hann vissi að brúðguminn mundi opna dyrnar. Hann gekk inn í stofuna.

    „Til hamingju," tautaði Campbell og afhenti kampavínið. Hann starði á manninn sem var í fráhnepptri smókingskyrtu með svarta, lausa slaufu um hálsinn.

    David Brandt leit varla á hann þegar hann athugaði kassann með skærlita borðanum. Krug. Clos du Mesnil, 1989.

    „Hvað er það versta sem nokkur hefur nokkurn tíma gert? muldraði Campbell innra með sér. „Get ég það? Hef ég það sem til þarf?

    „Engin kveðja?" spurði brúðguminn og fálmaði eftir þjórfé í buxnavasanum.

    „Aðeins þessi, herra."

    Campbell steig fram og rak hníf á kaf í bringu brúðgumans, milli þriðja og fjórða rifbeins, beint í hjartastað.

    „Handa manninum sem á allt," sagði Campbell. Hann ruddist áfram inn í stofuna og sparkaði dyrunum aftur. Hann snarsneri David Brandt, skellti baki hans upp að hurðinni og þrýsti hnífnum dýpra inn af afli.

    Brúðguminn stífnaði upp í krampalosti og af sársauka. Hrygluhljóð bárust frá bringu hans – lágvært gutl og soghljóð eins og hann væri að kafna. Augu hans þrútnuðu í forundran.

    Þetta er ótrúlegt, hugsaði Campbell. Hann gat raunverulega fundið hvernig máttur brúðgumans fjaraði út. Maðurinn var nýbúinn að lifa einu stærstu stund ævi sinnar og núna, nokkrum mínútum seinna, var hann að deyja.

    Campbell steig aftur á bak og líkami brúðgumans lyppaðist niður á gólfið. Stofan hallaðist eins og bátur með slagsíðu. Síðan fór allt á fleygiferð og rann saman. Honum leið eins og hann væri að horfa á flöktandi fréttamynd. Ótrúlegt. Ekki vitund líkt því sem hann hafði gert sér í hugarlund.

    Campbell heyrði rödd brúðarinnar og hafði rænu á að draga hnífinn úr bringusári Davids Brandt.

    Hann flýtti sér í veg fyrir hana þegar hún kom út úr svefnherberginu, enn í síða, blúnduskreytta kjólnum.

    „David? spurði hún með eftirvæntingarfullu brosi sem stirðnaði þegar hún sá Campbell. „Hvar er David? Hver ert þú?

    Skelfingu lostin hvörfluðu augu hennar eins og leitarljós um hann allan, námu staðar á andliti hans, hnífsblaðinu, og að síðustu á líkama manns hennar á gólfinu.

    „Ó guð minn góður! David! öskraði hún. „Ó, David, David!

    Svona vildi Campbell minnast hennar. Þetta stjarfa, uppglennta augnaráð. Væntingarnar og fyrirheitin, sem einungis augnabliki áður höfðu skinið svo skært, voru orðin að engu.

    Orðin streymdu af vörum hans. „Viltu vita hvers vegna? Nú, það vil ég líka."

    „Hvað hefurðu gert?" öskraði Melanie aftur. Hún reyndi að ná áttum. Full af skelfingu hvimuðu augu hennar til og frá og leituðu eftir útleið.

    Hún tók skyndilega á rás að borðstofudyrunum. Campbell greip um úlnlið hennar og bar blóðugan hnífinn upp að hálsi hennar.

    „Nei, ekki, kjökraði hún, stjörf til augnanna. „Ekki drepa mig.

    „Satt að segja, Melanie, er ég hér til þess að bjarga þér," sagði hann um leið og hann brosti framan í nötrandi andlit hennar.

    Campbell lét hnífinn síga og risti hana á hol. Grannvaxinn líkaminn rykktist til og hún æpti. Augu hennar flöktu eins og léleg ljósapera. Dauðakrampinn gagntók hana. Hvers vegna? sárbændu augu hennar. Hvers vegna?

    Það tók hann heila mínútu að ná aftur andanum. Lyktin af blóði Melanie Brandt sat djúpt í vitum hans. Hann trúði tæpast hvað hann hafði gert.

    Hann bar lík brúðarinnar aftur inn í svefnherbergið og lagði hana á rúmið.

    Hún var gullfalleg. Með fíngerða andlitsdrætti. Og svo ung. Hann mundi hvað hann hafði hrifist af henni þegar hann sá hana fyrst. Hún hafði haldið að allur heimurinn stæði sér til boða.

    Hann nuddaði hendinni við mjúka kinn hennar og lét annan eyrnalokkinn hvíla í lófanum – brosandi máni.

    Hvað er það versta sem nokkur hefur nokkru sinni gert? spurði Phillip Campbell sjálfan sig aftur og hjartað hamaðist í brjósti hans.

    Var það þetta? Hafði honum tekist það?

    Ekki enn, svaraði rödd innra með honum. Ekki alveg.

    Ofurhægt lyfti hann fögrum, hvítum faldi brúðarkjólsins.

    3. KAFLI

    Klukkan var rétt að verða hálfníu á mánudagsmorgni í júní, einum af þessum hrollköldu, gráu sumarmorgnum sem San Francisco er fræg fyrir. Vikan byrjaði illa hjá mér þar sem ég sat og fletti gömlum New Yorker-tímaritum á meðan ég beið eftir að komast að hjá heimilislækninum mínum, dr. Roy Orenthaler.

    Ég hafði verið hjá doktor Roy, eins og ég kallaði hann stundum, allar götur síðan ég stundaði nám í félagsfræði við Ríkisháskólann í San Francisco og var boðuð í skoðun einu sinni á ári. Eins og á þriðjudaginn var. Mér til nokkurrar furðu hringdi hann í mig í vikulokin og bað mig að koma við hjá sér í dag áður en ég færi í vinnuna.

    Það var annasamur dagur framundan: tvenn opin réttarhöld og vitnisburður fyrir héraðsdómi. Ég vonaðist til að geta sest við skrifborðið mitt klukkan níu.

    „Frú Boxer, kallaði móttökudaman loks, „læknirinn er tilbúinn, gjörðu svo vel.

    Ég fylgdi henni inn á stofu læknisins.

    Venjulega heilsaði dr. Orenthaler mér með vel meintum tilraunum til að spreyta sig á löggugríni, eins og til dæmis: „En fyrst þú ert hér, hver er þá þarna úti að eltast við þá?" Ég var orðin þrjátíu og fjögurra ára gömul og síðustu tvö árin hafði ég verið yfirvarðstjóri morðrannsóknadeildarinnar í dómhúsinu.

    En í dag reis hann stirðlega upp og sagði alvarlega: „Lindsay." Hann benti mér að setjast í stól á móti sér við skrifborðið. O-óó.

    Fram að þessu hafði ég haft einfalt viðhorf til lækna: Þegar þeir settu upp þetta djúpa, umhyggjusama augnaráð og buðu manni sæti kom aðeins þrennt til greina. Aðeins eitt af því var slæmt. Þeir ætluðu að bjóða manni út, búa mann undir slæmar fréttir eða þeir höfðu eytt stórfé í að láta bólstra aftur húsgögnin.

    „Ég þarf að sýna þér svolítið," byrjaði Orenthaler. Hann hélt myndskyggnu upp að ljósgjafa.

    Hann benti á slettur með örsmáum draugalegum hnöttum í kös af ennþá minni kúlum. „Þetta er stækkuð mynd af blóðsýninu sem við tókum úr þér. Stærri kúlurnar eru rauð blóðkorn."

    „Þau virðast vera alsæl," spaugaði ég taugaspennt.

    „Þau eru það, Lindsay, sagði læknirinn án þess að það vottaði fyrir brosi. „Vandinn er bara sá að þú ert með of fá.

    Ég starði í augun á honum í þeirri von að þau mundu mildast og við færum að tala um einhverja smámuni eins og til dæmis: Þú ættir að reyna að stytta aðeins þennan langa vinnutíma, Lindsay.

    „Þetta er alvarlegt, Lindsay, hélt Orenthaler áfram. „Vanmyndunarblóðleysi Neglis. Sjaldgæfur sjúkdómur. Í stuttu máli þá myndar líkaminn ekki lengur rauð blóðkorn. Hann hélt ljósmynd á lofti. „Svona lítur eðlileg blóðmyndun út."

    Á þessari leit dökki bakgrunnurinn út eins og gatnamótin á Market- og Powell-stræti klukkan fimm síðdegis, hrein og klár umferðarteppa með samþjöppuðum, atorkusömum, litlum kúlum. Hraðsendlar sem allir báru súrefni til hinna ýmsu líkamshluta annarrar manneskju.

    Aftur á móti var mín álíka pökkuð og pólitískar höfuðstöðvar tveimur klukkutímum eftir að frambjóðandinn hefur játað sig sigraðan.

    „Það er hægt að lækna þetta, er það ekki?" spurði ég hann. Frekar eins og ég væri að segja honum hvað hann ætti að segja.

    „Það er hægt að lækna þetta, Lindsay, sagði Orenthaler eftir stutta þögn. „En þetta er alvarlegt.

    Í vikunni áður hafði ég farið í skoðun, vegna þess að augun voru fljótandi og blóðhlaupin og af því ég hafði uppgötvað blóð í buxunum mínum, og á hverjum degi um þrjúleytið leið mér skyndilega eins og það væri dvergur innan í mér, illa haldinn af járnskorti, sem væri að sjúga úr mér allan kraft. Mér, sem venjulega tók tvær vaktir í einu og vann fjórtán stunda vinnudag. Átti inni sex vikna uppsafnað sumarfrí.

    „Hversu alvarlegt er þetta eiginlega?" spurði ég.

    „Rauðu blóðkornin eru líkamanum lífsnauðsynleg við upptöku súrefnis, útskýrði Orenthaler. „Hemopoiesis, myndun blóðkornanna í beinmergnum."

    „Dr. Roy, þetta er ekki læknaþing. Hversu alvarlegt er þetta?"

    „Hvort viltu heyra, Lindsay? Greiningu eða möguleika?"

    „Ég vil heyra sannleikann."

    Orenthaler kinkaði kolli. Hann stóð upp, gekk í kringum skrifborðið og tók í höndina á mér. „Þetta er þá sannleikurinn, Lindsay. Það sem þú ert með er lífshættulegt."

    „Lífshættulegt?" Hjartað í mér stoppaði. Hálsinn var álíka þurr og þerripappír.

    „Banvænt, Lindsay."

    4. KAFLI

    Kaldur og harkalegur hljómurinn í orðinu skall á mér, eins og holuð byssukúla, á milli augnanna.

    Banvænt, Lindsay.

    Ég beið þess að dr. Roy segði mér að þetta væri allt saman einhvers konar sjúklegur brandari. Að hann hefði ruglast á prufunum mínum og annarrar manneskju.

    „Ég vil senda þig til blóðmeinasérfræðings, Lindsay," hélt Orenthaler áfram. „Eins og á við um marga sjúkdóma eru mismunandi stig. Fyrsta stigið er þegar væg örmögnun finnst í blóðkornunum. Það er hægt að lækna með blóðgjöf einu sinni í mánuði. Annað stigið er þegar það er kerfisbundinn skortur á rauðum blóðkornum.

    Þriðja stigið þýðir sjúkrahúsvist. Beinmergsflutning. Gæti þurft að fjarlægja miltað."

    „Á hvaða stigi er ég?" spurði ég og fyllti lungun rækilega af lofti.

    „Blóðkornafjöldinn er tæplega tvö hundruð í sentilítra af hreinu blóði. Það setur þig mitt á milli."

    „Mitt á milli?"

    „Mitt á milli, sagði læknirinn, „milli annars og þriðja stigs.

    Það kemur sú stund í lífi sérhvers manns að hann áttar sig á því að hagur hans hefur skyndilega breyst. Áhyggjulaust ferðalag í gegnum lífið endar skyndilega með árekstri á steinvegg; öll árin, sem maður skoppaði bara áfram og lífið leiddi mann þangað sem maður vildi fara, tóku allt í einu enda. Í mínu starfi sé ég þessu augnabliki stöðugt neytt upp á fólk.

    Velkomin í mitt augnablik.

    „Og hvaða þýðingu hefur það?" spurði ég veiklulega. Herbergið var aðeins byrjað að hringsnúast.

    „Það þýðir, Lindsay, að þú þarft að gangast undir langvarandi og erfiða meðferð."

    Ég hristi höfuðið. „Hvaða áhrif hefur það á starf mitt?"

    Ég var búin að starfa á morðdeildinni í sex ár og tvö síðustu árin sem yfirvarðstjóri. Með smá heppni yrði ég næst í röðinni til að hreppa stöðu yfirmanns míns þegar hann fengi stöðuhækkun. Lögreglan þurfti á sterkum konum að halda. Þær gætu náð langt. Fram að þessu hafði ég haldið að ég næði langt.

    „Á þessari stundu held ég að það skipti engu máli. Svo lengi sem þér finnst þú vera hraust á meðan þú gengst undir meðferðina geturðu haldið áfram að vinna. Í rauninni gæti það haft bætandi áhrif."

    Skyndilega fannst mér eins og veggirnir í stofunni væru að þrengja að mér og ég væri að kafna.

    „Ég ætla að láta þig hafa nafnið á blóðmeinasérfræðingnum," sagði Orenthaler.

    Hann hélt áfram að gefa upplýsingar um sérfræðinginn, en ég uppgötvaði að ég heyrði ekki lengur í honum. Hverjum á ég að segja þetta? Mamma dó fyrir tíu árum úr brjóstakrabba. Pabbi hafði ekki verið inni í myndinni síðan ég var þrettán. Ég átti eina systur, Cat, en hún lifði þægilegu og mjög góðu lífi suður á Newport Beach, og hún mátti varla við því að brjóta umferðarreglu, þá fór hún í kerfi.

    Læknirinn ýtti tilvísuninni til mín. „Ég þekki þig, Lindsay. Þú munt láta eins og þetta sé eitthvað sem þú getur kippt í liðinn með því að leggja harðar að þér í vinnunni. En það gengur ekki. Þetta er dauðans alvara. Ég vil að þú hringir í hann í dag."

    Skyndilega fór símboðinn í gang. Ég þreifaði eftir honum í töskunni minni og leit á númerið. Það var skrifstofan – Jacobi.

    „Get ég fengið að hringja?" sagði ég.

    Orenthaler sendi mér ávítandi augnaráð sem þýddi: Ég sagði þér það, Lindsay.

    „Eins og þú varst að segja, – ég kreisti fram taugaveiklað bros – „meðferð.

    Hann kinkaði kolli í áttina að símanum og yfirgaf stofuna. Ég sló inn númerið hjá vinnufélaga mínum.

    „Gamanið er búið, Boxer, heyrðist í rámri rödd Jacobis á línunni. „Við erum með tvöfalt morð. Grand Hyatt.

    Ég var ringluð í kollinum eftir það sem læknirinn hafði sagt mér. Eins og í þoku, og hef því sennilega ekki svarað.

    „Heyrirðu til mín, Boxer? Vinnan er byrjuð. Ertu að koma?"

    „Já," sagði ég loks.

    „Og vertu sæmilega klædd, rumdi félagi minn. „Eins og þú sért að fara í brúðkaup.

    5. KAFLI

    Hvernig ég komst frá lækningastofu Orenthalers út í Noe Valley og alla leiðina að Hyatt-hótelinu við Union-torg man ég ekki.

    Ég heyrði stöðugt orð læknisins hljóma í höfðinu á mér. Í alvarlegum tilvikum getur Negli-veikin reynst banvæn.

    Ég veit bara að það liðu tæpar tólf mínútur frá því að Jacobi hringdi þangað til ískraði í bremsunum á tíu ára gömlum Bronco-jeppanum mínum þegar ég stöðvaði hann fyrir framan innganginn á hótelinu.

    Á götunni var allt á fullu vegna aðgerða lögreglunnar. Jesús minn, hver fjárinn hafði eiginlega gerst hérna?

    Öll gatan milli Sutter-strætis og Union-torgs hafði verið girt af með bláum og hvítum lögregluborðum. Í hótelanddyrinu hafði hópast saman slatti af einkennisbúningum sem yfirheyrðu fólk sem var að koma og fara og stugguðu hópi af áhorfendum í burtu.

    Með lögregluskírteinið að vopni komst ég inn í anddyrið. Tveir lögregluþjónar sem ég þekkti stóðu fremstir: Ístrubelgurinn Murray, sem var að klára síðasta árið í vinnunni, og yngri félagi hans, Vasquez. Ég bað Murray að setja mig inn í málin.

    „Samkvæmt því sem mér hefur heyrst hafa tvær persónur úr forréttindastétt verið myrtar á þrítugustu hæð. Allt gáfnaliðið er komið upp."

    „Hver fer með yfirstjórnina?" spurði ég og fann að ég var að hressast.

    „Á þessari stundu býst ég við að þú gerir það, varðstjóri."

    „Fyrst svo er, þá vil ég láta loka öllum útgönguleiðum á hótelinu. Og fáðu lista hjá hótelstjóranum yfir alla gesti og starfsfólk hótelsins. Það fær enginn að fara út eða inn nema hann sé á þessum lista."

    Nokkrum sekúndum síðar var ég á leiðinni upp á þrítugustu hæð með lyftunni.

    Halarófa af löggum og opinberum aðilum vísaði mér inn ganginn að opnum vængjahurðum, merktum „Mandarínsvítan". Ég rakst á Charlie Clapper, yfirmann vettvangsrannsóknarliðsins þar sem hann var að rogast inn með tvær þungar töskur ásamt tveimur tæknimönnum. Fyrst Clapper var sjálfur á staðnum var þetta stórmál.

    Í gegnum opnar dyrnar sá ég rósirnar fyrst – þær voru út um allt. Síðan kom ég auga á Jacobi.

    „Passaðu hælana, varðstjóri," kallaði hann hátt til mín.

    Félagi minn var fjörutíu og sjö ára, en leit út fyrir að vera tíu árum eldri. Hárið var hvítt og hann var að byrja að fá skalla. Hann virtist alltaf vera í þann veginn að glotta yfir einhverjum ósmekklegum brandara. Við höfðum unnið saman í tvö og hálft ár. Ég var hærra sett, yfirvarðstjóri, þrátt fyrir að hann hefði verið sjö árum lengur en ég í deildinni. Hann heyrði undir mig.

    Þegar ég gekk inn í svítuna var ég næstum dottin um fæturna á líki númer eitt, brúðgumanum. Hann lá rétt fyrir innan aðaldyrnar, samanhnipraður, íklæddur fráhnepptri smókingskyrtu og buxum. Blóð storknað á bringuhárunum. Ég dró djúpt að mér andann.

    „Má ég kynna herra David Brandt, tónaði Jacobi með skældu brosi. „Frú Brandt er þarna inni. Hann benti í áttina að svefnherberginu. „Ég er hræddur um að hjónabandið hafi ekki enst eins vel hjá þeim og flestum öðrum."

    Ég kraup niður og virti brúðgumann gaumgæfilega fyrir mér. Hann var myndarlegur, með stutt, dökkt, úfið hár og aflíðandi kjálka; en galopin, þrútin og stirðnuð augun, ásamt þornuðum blóðtaumi á hökunni, spilltu fyrir útlitinu. Fyrir aftan hann lá smókingjakkinn á gólfinu.

    „Hver fann þau?" spurði ég og leitaði í vösum hans eftir veski.

    „Aðstoðarhótelstjórinn. Þau áttu að fljúga til Balí í morgun. Eyjunnar, ekki spilavítisins, Boxer. Svona fólk fær aðstoðarhótelstjóra til að vekja sig."

    Ég opnaði veskið: ökuskírteini, gefið út í New York með mynd af brosandi andliti brúðgumans. Platínugreiðslukort og nokkrir hundrað dollara seðlar.

    Ég stóð upp og leit yfir svítuna. Þarna var glæsilegt safn af austurlenskum listmunum: kínverskir postulínsdrekar, stólar og bekkir skreyttir með myndum frá keisarahirðinni. Og svo rósirnar, auðvitað. Ég var nú meira fyrir hlýleg sveitahótel, en ef einhver ætlaði að senda frá sér skilaboð voru þetta eins pottþétt skilaboð og hugsast getur.

    „Við skulum hitta brúðina," sagði Jacobi.

    Ég elti hann í gegnum opnar vængjadyr inn í svefnherbergið og stansaði. Brúðurin lá á bakinu í stóru rúmi með himni.

    Ég hafði séð hundrað morðstaði og gat rambað á líkin jafnfljótt og hver annar, en ég var ekki búin undir þetta. Þetta kom af stað samúðarstraumi sem hríslaðist niður eftir bakinu á mér.

    Brúðurin var enn í brúðarkjólnum.

    6. KAFLI

    Maður sér aldrei svo mörg fórnarlömb að maður finni ekki fyrir neinu, en það var óvenju erfitt að horfa á þetta.

    Hún var svo ung og falleg: kyrr, friðsæl og ósnert fyrir utan þessi þrjú skarlatsrauðu blóm úr blóði sem dreifðust yfir hvíta bringuna. Hún leit út eins og sofandi prinsessa sem bíður eftir prinsinum sínum, nema hvað hennar prins var í næsta herbergi með innyflin út um allt gólf.

    „Hvað vill maður fá fyrir þrjú þúsund og fimm hundruð dollara næturgistingu? Jacobi yppti öxlum. „Allt ævintýrið?

    Ég þurfti á öllu mínu að halda bara til að hafa stjórn á því sem ég varð að gera. Ég gaf honum illt auga, rétt eins og eitt, eitrað augnaráð gæti þaggað niður í Jacobi.

    „Jeminn, Boxer, hvað er að? Andlitið seig niður. „Ég var bara að grínast.

    Hvernig sem á því stóð kom þessi barnalegi, iðrandi svipur mér í samt lag aftur. Brúðurin var með stóran demantshring á hægri hendi og flotta eyrnalokka. Hvað svo sem vakti fyrir morðingjanum var það ekki rán.

    Tæknimaður á vegum réttarlæknisembættisins var að hefjast handa við frumskoðunina. „Virðast vera þrjú stungusár, sagði hann. „Hún hlýtur að hafa veitt mikla mótstöðu. Hann afgreiddi brúðgumann með einu.

    Það sem þaut í gegnum huga minn var að rúmlega níutíu prósent af öllum morðum voru framin út af peningum eða kynlífi. Þetta virtist ekki vera út af peningum.

    „Hvenær sást síðast til þeirra?" spurði ég.

    „Skömmu eftir tíu í gærkvöldi. Þá endaði stórveislan hérna niðri."

    „Og ekkert eftir það?"

    „Ég veit að þetta er ekki beinlínis á þínu sviði, Boxer, sagði Jacobi og glotti. „En venjulega sér fólk brúðhjónin ekki fyrsta kastið eftir að veislunni lýkur.

    Ég brosti dauflega, stóð upp og leit aftur yfir stóra, íburðarmikla svítuna. „Jæja, komdu mér á óvart, Jacobi. Hver leggur út fyrir svona vistarverum?"

    „Faðir brúðgumans er stórbokki á Wall Street, einhvers staðar að austan. Hann og konan hans eru í herbergi niðri á tólftu hæð. Mér skilst að þetta hafi verið heljarinnar gilli þarna niðri. Og líka hérna uppi. Sjáðu allar þessar fjandans rósir."

    Ég gekk aftur yfir að brúðgumanum og tók eftir einhverju sem líktist kampavíns-gjafaöskju á marmarahillu nálægt dyrunum. Hún var öll útötuð í blóði.

    „Aðstoðarhótelstjórinn tók eftir henni, sagði Jacobi. „Ég hugsa að sá sem gerði þetta hafi komið með hana með sér.

    „Sást til einhvers á svæðinu?"

    „Já, já, fullt af smókingklæddu fólki. Þetta var nú einu sinni brúðkaup, ekki satt?"

    Ég las miðann á kampavínsflöskunni. „Krug. Clos du Mesnil, 1989."

    „Segir það þér eitthvað?" spurði Jacobi.

    „Aðeins það að morðinginn hefur góðan smekk."

    Ég leit á blóði drifinn smókingjakkann. Á honum var ein skurðarrifa þeim megin sem banvænn hnífurinn hafði gengið í gegn.

    „Ég býst við að morðinginn hafi klætt hann úr jakkanum eftir að hann stakk hann," sagði Jacobi og yppti öxlum.

    „Hvers vegna í andskotanum gerði hann það?" tautaði ég upphátt.

    „Veit ekki. Við verðum að spyrja hann."

    Charlie Clapper fylgdist með mér af ganginum til þess að gá hvort það væri í lagi að fara að byrja. Ég gaf honum merki um að koma inn. Svo fór ég aftur til brúðarinnar.

    Það vöknuðu hjá mér mjög illar grunsemdir varðandi hana. Ef það snýst ekki um peninga ... þá er það ... kynlíf.

    Ég lyfti upp flotta tjullfaldinum á pilsinu hennar. Ísköld og bitur staðfesting skarst í gegnum mig.

    Nærbuxur brúðarinnar höfðu verið togaðar

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1