Discover this podcast and so much more

Podcasts are free to enjoy without a subscription. We also offer ebooks, audiobooks, and so much more for just $11.99/month.

10. Jón von Tetzchner, stofnandi Opera og Vivaldi

10. Jón von Tetzchner, stofnandi Opera og Vivaldi

FromAthafnafólk


10. Jón von Tetzchner, stofnandi Opera og Vivaldi

FromAthafnafólk

ratings:
Length:
90 minutes
Released:
Jun 29, 2021
Format:
Podcast episode

Description

Viðmælandi þessa þáttar er Jón Stephenson von Tetzner, stofnandi Opera og Vivaldi vefvafranna. Jón er fæddur árið 1967 og er alinn upp á Seltjarnarnesinu. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík en hélt síðan til Noregs þar sem hann lauk grunn- og framhaldsnámi í tölvunarfræði við Háskólann í Osló. Eftir útskrift byrjaði hann að vinna sem forritari hjá Norska Landsímanum, Telenor, þar sem hann og meðstofnandi hans, Geir Ivarsøy, byrjuðu að smíða vefvafrann Opera árið 1995. Opera hafði meira en 350 milljónir notenda þegar mest lét, 750 manns störfuðu hjá fyrirtækinu í 13 löndum og var félagið skráð í norsku kauphöllina árið 2004. Jón starfaði hjá Opera sem forstjóri fyrirtækisins í 15 ár áður hann en sagði starfi sínu lausu árið 2011 vegna ágreinings um sýn og stefnu fyrirtækisins undir lokin. Eftir það byrjaði Jón að fjárfesta á Íslandi og stofnaði nýtt fyrirtæki árið 2013 sem heitir Vivaldi og býr einnig til vefvafra en hluti starfsemi fyrirtækisins fer fram á Íslandi. Í þessum þætti talar Jón um hvernig hann reis til hæstu metorða í viðskiptalífi Noregs og Evrópu.
Þátturinn er kostaður af VÍS, Bílaumboðinu Öskju og Kaffitár.
Released:
Jun 29, 2021
Format:
Podcast episode

Titles in the series (65)

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Sesselja Vilhjálmsdóttir hefur umsjón með þáttunum. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.