Discover this podcast and so much more

Podcasts are free to enjoy without a subscription. We also offer ebooks, audiobooks, and so much more for just $11.99/month.

13. Hilmar Gunnarsson, stofnandi Arkio og Modio

13. Hilmar Gunnarsson, stofnandi Arkio og Modio

FromAthafnafólk


13. Hilmar Gunnarsson, stofnandi Arkio og Modio

FromAthafnafólk

ratings:
Length:
65 minutes
Released:
Oct 25, 2021
Format:
Podcast episode

Description

Viðmælandi þáttarins er Hilmar Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Arkio. Hilmar er fæddur árið 1971 og ólst upp í Sundunum í Reykjavík, Danmörku og í Frakklandi. Hann gekk í Verzlunarskólann en þaðan lá leið hans í Háskóla Íslands þar sem hann lauk gráðu í viðskiptafræði. Eftir útskrift byrjaði Hilmar að vinna í markaðsmálum hjá Íslandsbanka og tók stuttu síðar við sem markaðsstjóri bankans og vann þar í fjögur ár þangað til hann gekk til liðs við OZ, sem var þá ört vaxandi sprotafyrirtæki. Hilmar leiddi síðan söluna á OZ til Nokia árið 2008, þar sem fyrirtækið var selt fyrir um $300 milljónir bandaríkjadala. Hilmar stofnaði síðan ásamt félögum sínum lítinn fjárfestingasjóð sem heitir Investa og fjárfestir á fyrstu stigum fjármögnunar sprotafyrirtækja og hefur hann fjárfest og setið í mörgum stjórnum sprotafyrirtækja síðan. Árið 2013 stofnaði Hilmar síðan fyrirtækið Modio, sem gerði notendum kleift að búa til alls kyns leikföng sem þeir gátu síðan prentað út í þrívíddarprentara. Eftir aðeins rúmlega ár seldi Hilmar síðan Modio til bandaríska stórfyrirtækisins Autodesk sem er leiðandi á sviði þrívíddarhugbúnaðar. Hilmar fylgdi sölunni eftir og hóf störf hjá Autodesk sem vörustjóri og vann þar í tvö ár þangað til hann stofnaði nýtt fyrirtæki sem heitir Arkio árið 2017. Arkio er hönnunarhugbúnaður þar sem notendur geta hannað saman mannvirki á spjaldtölvum og í sýndarveruleika og með því geta séð hönnunina betur fyrir sér áður en mannvirki eru byggð.

Þátturinn er kostaður af VÍS og Kaffitár.
Released:
Oct 25, 2021
Format:
Podcast episode

Titles in the series (65)

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Sesselja Vilhjálmsdóttir hefur umsjón með þáttunum. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.