Discover this podcast and so much more

Podcasts are free to enjoy without a subscription. We also offer ebooks, audiobooks, and so much more for just $11.99/month.

16. Gísli Herjólfsson, stofnandi og forstjóri Controlant

16. Gísli Herjólfsson, stofnandi og forstjóri Controlant

FromAthafnafólk


16. Gísli Herjólfsson, stofnandi og forstjóri Controlant

FromAthafnafólk

ratings:
Length:
67 minutes
Released:
Nov 30, 2021
Format:
Podcast episode

Description

Viðmælandi þessa þáttar er Gísli Herjólfsson, stofnandi og forstjóri Controlant. Controlant er fyrirtæki sem framleiðir hug- og vélbúnað sem mælir meðal annars raka, hitastig og staðsetningu og sendir frá sér rauntímaupplýsingar svo hægt sé að fylgjast með og tryggja gæði á viðkvæmum vörum, m.a. á lyfja- og matvælamarkaði. Controlant hefur verið mikið í umræðunni nýverið þar sem fyrirtækið kemur meðal annars að dreifingu Phizer bóluefnisins. Gísli Herjólfsson er fæddur árið 1979 og ólst upp í Garðabænum og Kópavoginum. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og síðan lauk hann B.S. og mastersgráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Árið 2007 stofnaði hann ásamt félögum sínum fyrirtækið Controlant og hefur starfað sem forstjóri fyrirtækisins síðustu fjórtán árin. Nú er fyrirtækið komið á flug út af Covid heimsfaraldinum og hefur vaxið gífurlega á síðustu þremur árum. Fyrirtækið hefur safnað um þremur milljörðum króna frá fjárfestum, þar af um tvo milljarða aðeins á síðustu tveimur árum. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins er nú um 320 og er áætlað að tekjur verði um 15 milljarðar á árinu 2022.
Þátturinn er kostaður af VÍS og Kaffitár.
Released:
Nov 30, 2021
Format:
Podcast episode

Titles in the series (65)

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Sesselja Vilhjálmsdóttir hefur umsjón með þáttunum. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.