Discover this podcast and so much more

Podcasts are free to enjoy without a subscription. We also offer ebooks, audiobooks, and so much more for just $11.99/month.

23. Grímur Lund, stofnandi Logimatic og fyrrum framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs AVEVA

23. Grímur Lund, stofnandi Logimatic og fyrrum framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs AVEVA

FromAthafnafólk


23. Grímur Lund, stofnandi Logimatic og fyrrum framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs AVEVA

FromAthafnafólk

ratings:
Length:
73 minutes
Released:
Apr 14, 2022
Format:
Podcast episode

Description

Viðmælandi þáttarins er Grímur Lund en hann er stofnandi danska tæknifyrirtækisins Logimatic og sat seinna í framkvæmdastjórn hjá breska tæknifyrirtækinu AVEVA. Grímur er fæddur árið 1961 og er alinn upp á Melrakkasléttunni. Hann gekk í Tækniskólann og þaðan lá leið hans til Danmerkur þar sem hann lauk mastersnámi í rafmagnsfræði við Álaborgarháskóla og hefur hann búið í Danmörku síðan. Árið 1987 stofnaði Grímur ásamt meðstofnanda sínum, Logimatic sem er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki. Ein af aðallausnum fyrirtækisins var vörustýringarkerfi fyrir skipasmíðastöðvar. Grímur starfaði sem forstjóri Logimatic þangað til hugbúnaðarkerfið var selt til breska fyrirtækisins AVEVA árið 2010. Grímur fylgdi í kjölfarið með og var í framkvæmdastjórn AVEVA sem er eitt stærsta tæknifyrirtæki á sviði hugbúnaðar i Bretlandi og skráð í kauphöllina í London. Grímur vann í tólf ár hjá AVEVA þar af síðustu ár, sem framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs með 1100 starfsmenn og velti sviðið um 20 milljarða króna. Grímur hefur nú nýlega sagt starfi sínu lausu og vinnur nú með sprotafyrirtækjum á vaxtarstigi og situr í stjórnum nokkurra fyrirtækja. Grímur hefur alla tíð haldið mikilli rækt við Ísland og dvelur jafnan á sínum bernsku slóðum, þar sem hann á jörð og hús.
Þessi þáttur er í boði Icelandair.
Released:
Apr 14, 2022
Format:
Podcast episode

Titles in the series (65)

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Sesselja Vilhjálmsdóttir hefur umsjón með þáttunum. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.