Discover this podcast and so much more

Podcasts are free to enjoy without a subscription. We also offer ebooks, audiobooks, and so much more for just $11.99/month.

27. Hermann Kristjánsson, stofnandi Vaka sem selt var til Pentair

27. Hermann Kristjánsson, stofnandi Vaka sem selt var til Pentair

FromAthafnafólk


27. Hermann Kristjánsson, stofnandi Vaka sem selt var til Pentair

FromAthafnafólk

ratings:
Length:
68 minutes
Released:
Jun 27, 2022
Format:
Podcast episode

Description

Viðmælandi þáttarins er Hermann Kristjánsson, stofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri Vaka, sem er 30 ára gamalt hátæknifyrirtæki sem býr til búnað fyrir fiskeldi. Hermann er fæddur árið 1962 og ólst upp í Kópavogi og Garðabæ. Hann gekk í Fjölbrautaskólann í Garðabæ og Flensborg og síðan lá leið hans í Háskóla Íslands í rafmagnsverkfræði. Hermann stofnaði Vaka árið 1986 þegar hann var enn í háskólanámi með það að markmiði að tæknivæða fiskeldi. Fyrirtækið starfaði í 30 ár og bjó til 40 mismunandi vörur, m.a. til að telja, stærðarmæla, dæla og flokka lifandi fiska í fiskeldi og laxveiðiám. Fyrirtækið velti tæplega 2 milljörðum króna á ári undir lokin og var með dótturfélög í Noregi, Skotlandi, Chile og Kanada. Árið 2016 var Vaki selt til bandaríska fyrirtækisins, Pentair Aquatic Systems og starfaði Hermann þar í tvö ár þangað til það var síðan selt áfram til fyrirtækisins, Merck, þar sem Hermann starfaði sem ráðgjafi þar til hann sagði skilið við við fyrirtækið eftir 32 ár. Í dag situr Hermann í stjórnum ýmissa nýsköpunarfyrirtækja og sinnir hestamennsku af miklu kappi þess í milli.
Þátturinn er kostaður af Icelandair.
Released:
Jun 27, 2022
Format:
Podcast episode

Titles in the series (65)

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Sesselja Vilhjálmsdóttir hefur umsjón með þáttunum. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.