Discover this podcast and so much more

Podcasts are free to enjoy without a subscription. We also offer ebooks, audiobooks, and so much more for just $11.99/month.

29. Baddý Sonja Breidert, stofnandi & framkvæmdastjóri 1xInternet

29. Baddý Sonja Breidert, stofnandi & framkvæmdastjóri 1xInternet

FromAthafnafólk


29. Baddý Sonja Breidert, stofnandi & framkvæmdastjóri 1xInternet

FromAthafnafólk

ratings:
Length:
70 minutes
Released:
Aug 16, 2022
Format:
Podcast episode

Description

Viðmælandi þáttarins er Bjarney Sonja Breidert eða Baddý eins og hún er alltaf kölluð. Baddý er stofnandi og framkvæmdastjóri 1xINTERNET, sem er hugbúnaðarfyrirtæki stofnað árið 2013. Um 70 starfsmenn starfa hjá 1xINTERNET og er fyrirtækið með skrifstofur í Frankfurt, Berlin, Reykjavík og á Conil de La Frontera á Spáni. Baddý er fædd árið 1980 og alin upp í Fossvoginum í Reykjavík. Hún gekk í Verslunarskólann, lauk tölvunarfræðiprófi frá Háskólanum í Reykjavík og síðar mastersgráðu í verkfræði frá Tækniháskólanum í Vínarborg. Baddý byrjaði að starfa sem forritari en vann svo sem ráðgjafi hjá Thule Investments, fjárfestingasjóði, áður en hún stofnaði 1xINTERNET. Baddý er formaður stjórnar alþjóðlegu Drupal samtakanna, sem eru samtök sem standa á bak við opna hugbúnaðinn Drupal sem er leiðandi vefkerfi hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum í heimi.
Þessi þáttur er kostaður af Icelandair.
Released:
Aug 16, 2022
Format:
Podcast episode

Titles in the series (65)

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Sesselja Vilhjálmsdóttir hefur umsjón með þáttunum. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.