Discover this podcast and so much more

Podcasts are free to enjoy without a subscription. We also offer ebooks, audiobooks, and so much more for just $11.99/month.

37. Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid

37. Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid

FromAthafnafólk


37. Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid

FromAthafnafólk

ratings:
Length:
96 minutes
Released:
Dec 16, 2022
Format:
Podcast episode

Description

Viðmælandi þáttarins er Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid. Grid þróar hugbúnað sem auðveldar vinnu með tölur, myndrit og útreikninga og skákar þannig hefðbundnum töflureiknum á borð við Excel og Google Sheets. Hjálmar er fæddur árið 1976 og er alinn upp í Borgarfirðinum. Hann byrjaði að forrita 12 ára gamall og seldi sitt fyrsta hugbúnaðarleyfi aðeins 15 ára gamall. Hann gekk í Menntaskólann á Laugarvatni og þaðan lá leið hans í tölvunarfræði í Háskóla Íslands þar sem hann staldraði stutt við þar sem hann stofnaði ásamt félögum sínum tölvuleikjafyrirtækið Lon&Don. En síðar stofnaði hann farsímalausnafyrirtækið Maskínu og bókamerkja- og leitartæknifyrirtækið Spurl, sem hélt utan um bókamerki fólks á netinu (e. social bookmarking) og þróaði leitartækni sem var seld til Símans. Hjálmar vann síðan hjá Símanum í tvö ár sem yfirmaður viðskiptaþróunar. Árið 2008 stofnaði síðan Hjálmar, Datamarket, sem var fyrirtæki sem þróaði hugbúnað sem auðveldaði viðskiptavinum að finna og birta göng á myndrænan hátt. Datamarket var síðan selt fyrir 1,6 milljarð íslenskra króna ($15m) til bandaríska tæknifyrirtækisins til Qlik. Hjálmar starfaði sem framkvæmdastjóri gagna (VP of Data) hjá Qlik í um þrjú ár þangað til hann stofnaði nýtt fyrirtæki, hugbúnaðarfyrirtækið Grid, þar sem hann starfar sem framkvæmdastjóri í dag. Hjálmar hefur einnig verið að fjárfesta í sprotafyrirtækjum í gegnum fjárfestingafélagið, Investa, og setið í ýmsum stjórnum t.d. eins og hjá fjölmiðlinum Kjarnanum, Trackwell og Tal.
Þátturinn er í boði Icelandair.
Released:
Dec 16, 2022
Format:
Podcast episode

Titles in the series (65)

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Sesselja Vilhjálmsdóttir hefur umsjón með þáttunum. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.