Discover this podcast and so much more

Podcasts are free to enjoy without a subscription. We also offer ebooks, audiobooks, and so much more for just $11.99/month.

40. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju

40. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju

FromAthafnafólk


40. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju

FromAthafnafólk

ratings:
Length:
73 minutes
Released:
Apr 26, 2023
Format:
Podcast episode

Description

Viðmælandi þáttarins er Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju. Sigríður Margrét eða Sigga Magga eins og hún er oft kölluð er fædd árið 1976 og er alin upp víða á landinu. Hún gekk í Höfðaskóla á Skagaströnd, Grunnskóla Njarðvíkur, Verslunarskóla Íslands og lauk BS prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri en undanfarin ár hefur hún tekið stjórnendanámskeið hjá IESE og Harvard Business School. Sigga Magga hefur starfað sem ráðgjafi, viðskiptastjóri og svæðistjóri hjá IMG (sem nú er Gallup). Hún starfaði einnig sem framkvæmdastjóri, upplýsingatæknifyrirtækisins, Já, frá stofnun og einnig framkvæmdastjóri Skjá miðla frá árinu 2007. Skjár miðlar tilheyrðu Skipta samstæðunni (Símanum) og undir hana heyrðu fyrirtæki sem sinntu upplýsinga- og fjölmiðlun innan samstæðunnar, Já og Skjárinn sem hélt utan um sjónvarpsstöðina Skjá Einn og tengda sjónvarpsþjónustu. Sigga Magga varð einn eigenda Já árið 2010 og starfaði sem forstjóri fyrirtækisins til ársins 2019.  Já keypti leitartæknifyrirtækið Spurl, upplýsingafyrirtækið Gallup og smáforritið Leggja sem var svo selt til Sýnar nú í ár, 2023. Sigga Magga tók við sem forstjóri Lyfju árið 2019 en Lyfja er leiðandi í rekstri lyfjaverslana á Íslandi og starfrækir alls 45 apótek og útibú um allt land. Innan samstæðu Lyfju eru jafnframt Heilsuhúsið og Heilsa sem er innflutnings-, framleiðslu- og heildsölufyrirtæki og starfa um 380 manns hjá samstæðunni. Sigga Magga hefur setið í ýmsum stjórnum, meðal annars stjórn Samtaka Atvinnulífisins, Samtaka Verslunar- og Þjónustu, Viðskiptaráðs Íslands, stjórn Já, skólanefnd Verzlunarskóla Íslands, stjórn Bláa lónsins og dótturfyrirtækja þess. 

Þessi þáttur er í boði Icelandair og Krónunnar.
Released:
Apr 26, 2023
Format:
Podcast episode

Titles in the series (65)

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Sesselja Vilhjálmsdóttir hefur umsjón með þáttunum. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.