Discover this podcast and so much more

Podcasts are free to enjoy without a subscription. We also offer ebooks, audiobooks, and so much more for just $11.99/month.

42. Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical

42. Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical

FromAthafnafólk


42. Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical

FromAthafnafólk

ratings:
Length:
85 minutes
Released:
Jun 23, 2023
Format:
Podcast episode

Description

Viðmælandi þáttarins er Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical en félagið framleiðir lækningatæki sem notuð eru af heilbrigisstarfsfólki um allan heim til greiningar á svefni og svefnvandamálum. Pétur er fæddur árið 1966 og er alinn upp í Kópavoginum. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og lauk prófi frá Kennaraháskólanum og nam síðar mastersnám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Pétur hefur komið víða við í atvinnulífinu. Hann var einn af stjórnendum Samskipa við stofunun félagsins 1991, stýrði innflutningsdeild og uppbyggingu á vöruhótel og drefingamiðstöð Samskipa. Hann var síðar framkvæmdastjóri yfir starfsemi í SÍF í Noregi (Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda) og síðar sölustjóri hjá íslenska lækningatækjaframleiðandanum Flögu. Frá Flögu fór Pétur til Fons eignarhaldsfélags og fór þar fyrir fjárfestingum Fons á breskum smásölumarkaði og í flugrekstri. 
Pétur tók við sem framkvæmdastjóri Nox Medical árið 2011 fjórum árum eftir stofnun þess og hefur stýrt örum vexti félagsins síðan. Fyrir þremur árum sameinaði Nox Medical starfsemi sína við starfsemi Fusion Health í Atlanta í Bandaríkunum undir merkjum Nox Health. Hjá Nox starfa nú um 350 starfsmenn og þar af tæplega 100 á Íslandi við þróun, framleiðslu og markaðssetningu lækningavara undir merkjum Nox Medical. Vöxtur félagsins hefur verið hraður en árið 2022 velti Nox Health samstæðan rúmum 8 milljörðum króna. 
Released:
Jun 23, 2023
Format:
Podcast episode

Titles in the series (65)

Athafnafólk er hlaðvarpsþáttur þar sem talað er við frumkvöðla og stjórnendur sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í viðskiptalífinu. Sesselja Vilhjálmsdóttir hefur umsjón með þáttunum. Umsjón með þáttunum hefur Sesselja Vilhjálmsdóttir.